Erlent

Franskur skóli rýmdur vegna sprengjuhótunar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ungmenninn þustu út á nærliggjandi götur.
Ungmenninn þustu út á nærliggjandi götur. twitter
Gagnfræðaskóli var rýmdur í norðurhluta Frakklands eftir að stjórnendum skólans barst sprengjuhótun í morgun.

Öryggisstigið í landinu er ennþá hátt eftir tvær mannskæðar hryðjuverkaárásir í Frakklandi á liðnu ári.

Skólinn heitir Mireille Grenet og er í Compiègne í norðurhluta Frakklands. Um 3000 ungmenni stunda nám við skólann.

Skólinn er skammt norðan Parísar.
Frakkar urðu fyrir tveimur hryðjuverkaárásum árið 2015. Fyrir um ári síðan, í janúar á liðnu ári, urðu tveir byssumenn 12 manns að bana á ritstjórnarskrifstofu skoptímaritsins Charlie Hebdo. Auk þess særðust 11 manns í árásinni.

Þann 13. nóvember síðastliðinn létust um 130 manns í París eftir þaulskipulagða árás á bari, skemmtistaði og tónlistarhús í borginni. Mannfallið í árásinni var það mesta í borginni frá síðari heimsstyrjöld.

Hér að neðan má sjá myndband frá rýmingunni.

Fréttin verður uppfærð eftir því sem nánari fregnir berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×