Erlent

Semur um stöðu Bretlands í ESB

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. vísir/EPA
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagðist í gær miða að því að semja við Evrópusambandið (ESB) um ný skilyrði fyrir áframhaldandi veru Breta í sambandinu. Á næsta ári segir hann mögulegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Bretland eigi að segja sig úr sambandinu, líkt og hann hefur lofað.

Cameron vill að Evrópusambandið skeri niður skrifræði sem hann telur ríkja innan sambandsins. Enn fremur vill hann að aðrar reglur gildi um ríki innan evrusvæðisins og utan þess og að Bretland fái að marka sína eigin innflytjendastefnu í meiri mæli.

„Þetta væri risastór fengur fyrir Bretland. Ef við getum breytt þeim hlutum sem ógna veru okkar í sambandinu getum við notið hins besta úr báðum heimum,“ sagði Cam­eron á blaðamannafundi í gær. „Það er best fyrir Bretland að halda sig innan breytts Evrópusambands.“ 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×