Erlent

Einn af toppum Íslamska ríkisins ráðinn af dögum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Íraski herinn er talinn hafa náð umtalsverðum árangri í baráttunni við íslamska ríkið.
Íraski herinn er talinn hafa náð umtalsverðum árangri í baráttunni við íslamska ríkið. vísir/afp
Íraski herinn heldur því nú fram að annar staðgengla Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins (ISIS), hafi fallið í loftárás hersins á dögunum.

Maðurinn, Assi Ali Mohammed Nasser al-Obeidi, er sagður hafa verið háttsettur innan samtakanna og á hann meðal annars að hafa stýrt hernaðarráði ISIS. Þá var hann ofursti í her Saddams Husseins, fyrrum forseta Íraks, eftir að hafa setið í bandarískum fangelsum um tíma.

Loftárásin átti sér stað austan við borgin Haditha í vesturhluta Íraks.

Al-Obeidi kynntist Abu Bakr al-Baghdadi, núverandi leiðtoga ISIS, í Camp Bucca-fangelsinu þar sem þeim var haldið um tíma. Al-Baghdadi var leystur úr haldi árið 2009 en al-Obeidi var fluttur í hið alræmda Abu Ghraib þaðan sem hann slapp árið 2013.

Þá gekk hann til liðs við samtökin og varð fljótt háttsettur innan samtakanna. 

Al-Obeidi bætist þar í hóp fjölda háttsettra hryðjverkamanna sem íraski herinn segist hafa ráðið af dögum á undanförnum mánuðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×