Erlent

Milljón manns lagði í háskaför yfir Miðjarðarhafið

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Fjöldi hælisleitenda er 0,1 prósent af íbúum OECD-landa.
Fjöldi hælisleitenda er 0,1 prósent af íbúum OECD-landa. Nordicphotos/AFP
Meira en milljón manns fór háskaför yfir Miðjarðarhafið í fyrra til að sækja um alþjóðlega vernd í Evrópu. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi forsvarsmanna OECD og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í gær.

Fram kom að tvöfalt fleiri sóttu um vernd í ríkjum OECD í fyrra en árið 2014, eða um 1,5 milljónir manna. Ítrekað var að ríki heims verði að axla ábyrgð og tryggja að flóttafólk aðlagist vel og öðlist efnahagslegt sjálfstæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×