Erlent

Japanskur ráðherra segir af sér vegna ásakana um mútuþægni

Atli ísleifsson skrifar
Akira Amari.
Akira Amari. Vísir/EPA
Akira Amari, efnahagsmálaráðherra Japans, segist ætla að segja af sér embætti í kjölfar ásakana um að hann hafi gerst sekur um mútuþægni.

Amari greindi óvænt frá ákvörðun sinni á fréttamannafundi í höfuðborginni Tókýó í morgun. Hann neitaði ásökunum sem fram hafa komið í japönskum fjölmiðlum um að hafa þegið mútur frá byggingafyrirtæki.

Í frétt BBC segir að afsögn Amari sé talin mikið áfall fyrir Shinzo Abe forsætisráðherra. Amari hefur gegnt stöðu efnahagsmálaráðherra frá árinu 2012 og er talinn einn nánasti samstarfsmaður Abe.

Japanir hafa glímt við mikinn efnahagsvanda síðustu ár og hefur Amari unnið að því að koma landinu út úr kreppu.


Tengdar fréttir

Asíurisarnir endurreisa samband sitt

Samband Japans, Kína og Suður-Kóreu hefur verið endurreist að fullu, jafnt í viðskiptum sem og í öryggismálum. Frá þessu var greint í sameiginlegri yfirlýsingu ríkjanna þriggja eftir leiðtogafund í höfuðborg Suður-Kóreu, Seúl.

Greiða milljarð í bætur vegna vændiskvenna

Japan og Suður-Kórea hafa komist að samkomulagi um bætur vegna suðurkóreskra portkvenna sem neyddar voru til að starfa á japönskum vændishúsum í síðari heimstyrjöldinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×