Erlent

Breskir skop­mynda­teiknarar hæðast að dönskum stjórn­völdum

Atli ísleifsson skrifar
Lars Løkke Rasmussen er forsætisráðherra Danmerkur.
Lars Løkke Rasmussen er forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/AFP
Skopmyndateiknarar hæðast að danska forsætisráðherranum og stjórnarflokknum í bresku blöðunum Guardian og Independent í morgun.

Ástæðan eru umdeild lög um flóttafólk sem þingið samþykkti í morgun. Lögin heimila fulltrúum danskra yfirvalda að gera verðmætar eignir flóttafólks upptækar til að fjármagna uppihald.

Steve Bell, teiknari Guardian, teiknar forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen í búningi sem minnir á nasistabúning og er hann umkringdur legókubbum og svíni. Á myndinni stendur svo: „Venstre – líklegast heimskasti stjórnmálaflokkur í heimi“.

Teiknari Independent velur að teikna Litlu hafmeyjuna sem þakin er skartgripum, sem er þá vísun í að lögin heimili yfirvöldum að gera verðmæta skartgripi flóttamanna upptæka.

Sjá má myndirnar að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×