Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2016 10:00 Leikmenn Liverpool fagna sigrinum. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur í gærkvöldi eftir að lið hans komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og var tilbúinn að lofa því að Liverpool tæki bikarinn á Wembley. Liverpool komst í úrslitaleikinn eftir sigur í vítakeppni á móti Stoke á Anfield í gær en belgíski markvörðurinn Simon Mignolet varði tvö víti frá leikmönnum Stoke í vítakeppninni og var hetja liðsins. Þetta verður fyrsti úrslitaleikur Jürgen Klopp með Liverpool en ekki fyrsti úrslitaleikur hans á Wembley. Hann fór með Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2013 þar sem liðið tapaði fyrir Bayern München.Sjá einnig:Liverpool í úrslitaleikinn á Wembley | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Liverpool mætir annaðhvort Everton eða Manchester City í úrslitaleiknum á Wembley en seinni undanúrslitaleikur þeirra fer fram í kvöld. Úrslitaleikurinn fer fram 28. febrúar næstkomandi og Jürgen Klopp er sigurviss. „Manchester City eða Everton, það skiptir mig engu máli, því við munum vinna bikarinn," sagði Jürgen Klopp í viðtali við Sky Sports. „Liverpool er yndisleg borg og hún á skilið að vinna," sagði Klopp kátur. „Ég hef verið í Liverpool í fjóra mánuði og get bara lofað borgina. Það er frábært að búa hérna og æðislegt að hitta fólkið, jafnvel þótt að maður hitti á Everton-stuðningsmenn," sagði Klopp kíminn. „Það yrði frábær úrslitaleikur ef Liverpool-liðin myndu mætast en þetta verður hvort sem er mjög mikilvægur úrslitaleikur fyrir LFC," sagði Klopp. Liverpool tapaði leiknum 1-0 en hafði unnið fyrri leikinn með sama mun á heimavelli Stoke. „Þetta var góður leikur á móti mjög erfiðum andstæðingi sem skipti um leikskipulag og fór að spila gamla Stoke-fótboltann, frá [Jack] Butland til [Peter] Crouch . Við vorum í smá vandræðum en þeir fengu þó ekki mörg færi," sagði Klopp. „Við hefðum átt að spila meiri fótbolta í fyrri hálfleiknum en svo ná þeir inn markinu. Ég held að það sjá það allir að það var rangstöðumark. Við vorum óheppnir þar en heppnin var með okkur í vítakeppninni," sagði Klopp. „Mínir menn áttu þetta skilið og Liverpool átti þetta skilið. Stuðningsmennirnir áttu þetta skilið. Þetta var frábær stund fyrir okkar lið. Við þurftum að leggja mikið á okkur enda er aldrei auðvelt að komast í úrslitaleik. Þetta var erfiður leikur en sanngjörn úrslit," sagði Klopp.Jürgen Klopp þakkar Mark Hughes fyrir leikinn.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Gagnrýnið mig, ekki leikmennina Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann taki alla ábyrgð á 2-2 jafntefli liðsins gegn Exeter í enska bikarnum í gærkvöldi. Brad Smith bjargaði Liverpool fyrir horn, en liðin mætast á nýjan leik á Anfield. 9. janúar 2016 12:00 Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30 Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13 Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52 Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur í gærkvöldi eftir að lið hans komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og var tilbúinn að lofa því að Liverpool tæki bikarinn á Wembley. Liverpool komst í úrslitaleikinn eftir sigur í vítakeppni á móti Stoke á Anfield í gær en belgíski markvörðurinn Simon Mignolet varði tvö víti frá leikmönnum Stoke í vítakeppninni og var hetja liðsins. Þetta verður fyrsti úrslitaleikur Jürgen Klopp með Liverpool en ekki fyrsti úrslitaleikur hans á Wembley. Hann fór með Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2013 þar sem liðið tapaði fyrir Bayern München.Sjá einnig:Liverpool í úrslitaleikinn á Wembley | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Liverpool mætir annaðhvort Everton eða Manchester City í úrslitaleiknum á Wembley en seinni undanúrslitaleikur þeirra fer fram í kvöld. Úrslitaleikurinn fer fram 28. febrúar næstkomandi og Jürgen Klopp er sigurviss. „Manchester City eða Everton, það skiptir mig engu máli, því við munum vinna bikarinn," sagði Jürgen Klopp í viðtali við Sky Sports. „Liverpool er yndisleg borg og hún á skilið að vinna," sagði Klopp kátur. „Ég hef verið í Liverpool í fjóra mánuði og get bara lofað borgina. Það er frábært að búa hérna og æðislegt að hitta fólkið, jafnvel þótt að maður hitti á Everton-stuðningsmenn," sagði Klopp kíminn. „Það yrði frábær úrslitaleikur ef Liverpool-liðin myndu mætast en þetta verður hvort sem er mjög mikilvægur úrslitaleikur fyrir LFC," sagði Klopp. Liverpool tapaði leiknum 1-0 en hafði unnið fyrri leikinn með sama mun á heimavelli Stoke. „Þetta var góður leikur á móti mjög erfiðum andstæðingi sem skipti um leikskipulag og fór að spila gamla Stoke-fótboltann, frá [Jack] Butland til [Peter] Crouch . Við vorum í smá vandræðum en þeir fengu þó ekki mörg færi," sagði Klopp. „Við hefðum átt að spila meiri fótbolta í fyrri hálfleiknum en svo ná þeir inn markinu. Ég held að það sjá það allir að það var rangstöðumark. Við vorum óheppnir þar en heppnin var með okkur í vítakeppninni," sagði Klopp. „Mínir menn áttu þetta skilið og Liverpool átti þetta skilið. Stuðningsmennirnir áttu þetta skilið. Þetta var frábær stund fyrir okkar lið. Við þurftum að leggja mikið á okkur enda er aldrei auðvelt að komast í úrslitaleik. Þetta var erfiður leikur en sanngjörn úrslit," sagði Klopp.Jürgen Klopp þakkar Mark Hughes fyrir leikinn.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Gagnrýnið mig, ekki leikmennina Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann taki alla ábyrgð á 2-2 jafntefli liðsins gegn Exeter í enska bikarnum í gærkvöldi. Brad Smith bjargaði Liverpool fyrir horn, en liðin mætast á nýjan leik á Anfield. 9. janúar 2016 12:00 Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30 Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13 Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52 Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Klopp: Gagnrýnið mig, ekki leikmennina Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann taki alla ábyrgð á 2-2 jafntefli liðsins gegn Exeter í enska bikarnum í gærkvöldi. Brad Smith bjargaði Liverpool fyrir horn, en liðin mætast á nýjan leik á Anfield. 9. janúar 2016 12:00
Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30
Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13
Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52
Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00