Erlent

Leika sér í snjónum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá fjölmennum snjóslag í Washington.
Frá fjölmennum snjóslag í Washington. Vísir/EPA
Íbúar austurstrandar Bandaríkjanna hafa í dag og í gær leikið sér í þeim mikla snjó sem gríðarstór bylur skildi eftir sig um helgina. Nokkrar af stærstu borgum landsins voru nánast lamaðar vegna snjókomunnar og hlaut bylurinn nafnið „Snowzilla“.

Í Washington eru skólar lokaðir og opinberir vinnustaðir, þar sem snjókoman mældist um 55 sentímetrar. Snjókoman mældist 68 sentímetrar í Central Park í New York, frá föstudegi til sunnudagsmorguns. Það er næst mesta snjókoma sem mælst hefur frá 1869.



AFP fréttaveitan segir að minnst 25 hafi látið lífið vegna bylsins, en AP fréttaveitan segir hins vegar að minnst 31 hafi látið lífið. Helstu orsakirnar eru hjartaáföll við snjómokstur, innöndun koltvísýrings og árekstrar.

Hér má sjá 360 gráðu myndband sem Washington Post birti af fjölmenn snjóboltaslag.
Mikil hálka er á vegum ytra og hefur fólk verið varað við því að ferðast að óþörfu. Í gær og í dag hafa íbúar austurstrandarinnar þó víða komið saman í snjónum. Í Baltimore tóku rúmlega 600 manns þátt í snjóboltaslag og margir skelltu sér á gönguskíði og byggðu snjókarla.





360 gráðu myndband frá Times Square í New York
360° Tour of Times Square During Winter Storm

Take a 360° tour of Times Square during winter storm that's dumped over 25 inches of snow in New York City: abcnews.com/vr - ABC7NY

Posted by ABC News on Saturday, January 23, 2016
Geimfarinn Scott Kelly tók þessa mynd úr Alþjóðlegu geimstöðinni á laugardaginn.

Tengdar fréttir

29 dauðsföll rakin til óveðursins

Milljónir manna á austurströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að hreinsa til hjá sér eftir stórhrílðina sem gekk yfir landið um helgina. Víða féllu rúmlega níutíu sentimetrar og því nokkuð verk sem bíður fólks að moka út bíla sína og frá útidyrahurðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×