Liðið sem tapaði fyrir Íslandi gæti komist í undanúrslit EM í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2016 14:30 Alexander Petersson í leiknum á móti Noregi. Vísir/EPA Norðmenn hafa unnið þrjá leiki í röð á EM í handbolta í Póllandi og gætu tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld verði úrslit beggja leikja þeim hagstæð. Norðmenn mæta þá Makedóníumönnum en Makedónía hefur tapað báðum sínum leikjum í milliriðlinum og á ekki möguleika á því að komast í hóp átta efstu liðanna í Evrópumótinu. Norðmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum á EM ef þeir vinna Makedóníu í kvöld og Pólverjar tapa stigum á móti Hvíta Rússlandi í leiknum á eftir. Það er þó líklegra að allt saman ráðist í lokumferðinni á miðvikudaginn. Það hefur margt breyst hjá norska liðinu sem tapaði fyrir Íslandi í fyrsta leik en hefur síðan unnið alla leiki sína. Norðmenn hafa unnið bæði Króatíu og Pólland í keppninni og eru því með betri innbyrðisstöðu gegn þeim. Króatía og Pólland eru bæði með fjögur stig í milliriðlinum eða tveimur stigum minna en Frakkland og Noregur sem eru efst og jöfn. Frakkar eiga bara eftir leik gegn Noregi og Króatar eiga bara eftir leik á móti Póllandi. Króatar geta því aldrei komist upp fyrir Norðmenn en það geta Pólverjar sem eiga eftir tvo leiki eftir eins og Noregur. Pólland vann Frakkland í riðlakeppninni og því gæti svo farið að Frakkland, Noregur og Pólland verði öll jöfn að stigum og með einn sigur hvert í innbyrðisleikjum. Hvert mark gæti því skipti miklu máli í leik Norðmanna og Frakka í lokumferðinni. Ef Norðmenn og Pólverjar vinna leiki sína í dag þá þarf eitthvað að eftirtöldu að ganga upp hjá Norðmönnum ætli þeir að keppa um verðlaun í fyrsta sinn.- Noregur nær í stig á móti Frakklandi- Noregur tapar með fjórum mörkum eða minna á móti Frakklandi- Pólland tapar stigi á móti KróatíuNorðmenn fagna sigri á móti Póllandi.Vísir/EPA EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Sjá meira
Norðmenn hafa unnið þrjá leiki í röð á EM í handbolta í Póllandi og gætu tryggt sér sæti í undanúrslitum í kvöld verði úrslit beggja leikja þeim hagstæð. Norðmenn mæta þá Makedóníumönnum en Makedónía hefur tapað báðum sínum leikjum í milliriðlinum og á ekki möguleika á því að komast í hóp átta efstu liðanna í Evrópumótinu. Norðmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum á EM ef þeir vinna Makedóníu í kvöld og Pólverjar tapa stigum á móti Hvíta Rússlandi í leiknum á eftir. Það er þó líklegra að allt saman ráðist í lokumferðinni á miðvikudaginn. Það hefur margt breyst hjá norska liðinu sem tapaði fyrir Íslandi í fyrsta leik en hefur síðan unnið alla leiki sína. Norðmenn hafa unnið bæði Króatíu og Pólland í keppninni og eru því með betri innbyrðisstöðu gegn þeim. Króatía og Pólland eru bæði með fjögur stig í milliriðlinum eða tveimur stigum minna en Frakkland og Noregur sem eru efst og jöfn. Frakkar eiga bara eftir leik gegn Noregi og Króatar eiga bara eftir leik á móti Póllandi. Króatar geta því aldrei komist upp fyrir Norðmenn en það geta Pólverjar sem eiga eftir tvo leiki eftir eins og Noregur. Pólland vann Frakkland í riðlakeppninni og því gæti svo farið að Frakkland, Noregur og Pólland verði öll jöfn að stigum og með einn sigur hvert í innbyrðisleikjum. Hvert mark gæti því skipti miklu máli í leik Norðmanna og Frakka í lokumferðinni. Ef Norðmenn og Pólverjar vinna leiki sína í dag þá þarf eitthvað að eftirtöldu að ganga upp hjá Norðmönnum ætli þeir að keppa um verðlaun í fyrsta sinn.- Noregur nær í stig á móti Frakklandi- Noregur tapar með fjórum mörkum eða minna á móti Frakklandi- Pólland tapar stigi á móti KróatíuNorðmenn fagna sigri á móti Póllandi.Vísir/EPA
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Sjá meira