Erlent

29 dauðsföll rakin til óveðursins

Hríðarbylurinn hafði mikil áhrif á samgöngur á austurströnd Bandaríkjanna.
Hríðarbylurinn hafði mikil áhrif á samgöngur á austurströnd Bandaríkjanna. Vísir/EPA
Milljónir manna á austurströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að hreinsa til hjá sér eftir stórhrílðina sem gekk yfir landið um helgina. Víða féllu rúmlega níutíu sentimetrar og því nokkuð verk sem bíður fólks að moka út bíla sína og frá útidyrahurðum.

Búist er við að almenningssamgöngur verði í ólagi í byrjun vikunnar og fjölda flugferða hefur verið aflýst. Stjórnsýslubyggingum í Washington verður lokað í dag og sama er að segja um marga skóla á svæðinu.

Að minnsta kosti 29 dauðsföll eru rakin til óveðursins, en þar er yfirleitt um að ræða fólk sem hefur látist í bílslysum, dáið af völdum koltvísíringseitrunar eða fengið hjartaáfall við snjómokstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×