Erlent

Minnsta fylgi Jafnaðarmanna frá upphafi

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Jafnaðarmannaflokkur Löfvens forsætisráðherra hefur aldrei mælst jafn lítill.
Jafnaðarmannaflokkur Löfvens forsætisráðherra hefur aldrei mælst jafn lítill. Nordicphotos/AFP
Sænski Jafnaðarmannaflokkurinn mælist með 23,2 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun. Það er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með frá upphafi mælinga árið 1967.

Hægriflokkurinn Moderaterna hefur endurheimt stöðu sína sem stærsti flokkur Svíþjóðar með 25,6 prósent.

Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Jafnaðarmannaflokkurinn og Græningjar, eru samtals með 37,2 prósent.

Samtals er bandalag hægriflokkanna í stjórnarandstöðu með 42,8 prósent.

Fylgi öfga-þjóðernisflokksins Svíþjóðardemókrata virðist þó standa í stað í 18,2 prósentum.

Könnunin var framkvæmd á sama tíma og meint mútuhneyksli í kringum íbúðarmál utanríkisráðherrans Margot Wallström komst upp á yfirborðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×