Erlent

Auglýsa eftir sæðisgjöfum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Stokkhólmur
Stokkhólmur Vísir/Getty
Sjúkrahús Skáns í Svíþjóð hefur auglýst eftir fleiri sæðisgjöfum í kjölfar nýrra laga um rétt einhleypra kvenna til tæknifrjóvgunar. Fjöldi kvenna hefur hringt til sjúkrahússins eftir að lögin voru samþykkt í síðustu viku.

Gert er ráð fyrir að um tvö þúsund einhleypar konur vilji gangast undir tæknifrjóvgun í Svíþjóð næsta árið. Er þá miðað við þann fjölda kvenna sem nú leitar til útlanda í þessu skyni.

Sæðisgjafar eiga að vera á aldrinum 23-45 ára og heilbrigðir. Erfðasjúkdómur má ekki vera í fjölskyldunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×