Rangfærslur Árna Páls leiðréttar Kolbrún Hrund Víðisdóttir skrifar 24. janúar 2016 18:25 Formaður Samfylkingarinnar birti í dag pistil um starfsemi Sjúkrahótelsins í Ármúla þar sem honum tekst að fara rangt með allar staðreyndir málsins. Ekki er hjá því komist að leiðrétta þær helstu. 1. Skýr samningur með skilgreindum kröfumÁrni Páll segir að á bak við samning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við Sjúkrahótelið liggi engin vitræn þjónustuskilgrening. Hið rétta er að samningurinn er gerður í kjölfar útboðs sem SÍ vann í samvinnu við Landspítala og Velferðarráðuneyti undir umsjón Ríkiskaupa. Markmiðin eru skýr og leiðarljósið er Íslendingar hafi sem jafnast aðgengi að heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Veita á hótel- og gistiþjónustu til einstaklinga sem eru færir um athafnir daglegs lífs en þurfa að dvelja í öruggu umhverfi þar sem í boði er hjúkrun og stutt í heilbrigðisþjónustu. Sett er fram forgangsröðun og á hvaða verð er greitt. 2. Landspítalinn hefur aldrei rekið sjúkrahótelþjónustunaÁrni Páll segir að Landspítalinn hafi sjálfur rekið sjúkrahótelþjónustuna á árum áður en hið rétta er að Landspítalinn hefur aldrei rekið veitinga- og gistiþjónustu Sjúkrahótels. Forsagan er sú að frá árinu 1974 starfrækti Rauði krossinn sjúkrahótel við Rauðarárstíg þar sem hvatinn var húsnæðisvandi landsbyggðarfólks. Árið 2004 seldi Rauði krossinn Foss hótelum húsnæðið. Landspítalinn annaðist hjúkrunarþjónustuna á hótelinu en samdi við Fosshótel um hótel- og veitingareksturinn. Þegar samningurinn rann út í lok árs 2010 var hótel- og veitingaþjónustan boðin út. Tveir aðilar lögðu inn tilboð og þar sem okkar tilboð var hagstæðara þá var gerður samningur við okkur sem staðfestur var af þáverandi heilbrigðisráðherra Guðbjarti Hannessyni og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra. Áfram var samið við Landspítalann um að veita hjúkrunarþjónustuna á Sjúkrahótelinu. 3. Hjúkrun og sjúkraþjálfun í boði á SjúkrahóteliÁrni Páll segir að í samningi við sjúkrahótelið í Ármúla hafi SÍ ekki gert neinar kröfur um hjúkrunarþjónustu, heldur er einungis varið fé til að kaupa hótelherbergi og fæði, en sú þjónusta nýtist Landspítalanum ekki neitt. Líkt og annað er þetta rangt hjá Árna Páli. Í útboðinu er sérstaklega kveðið á um að hjúkrunarþjónusta og sjúkraþjálfun eigi að vera í boði á Sjúkrahótelinu og samið var um hana við Landspítalann. Að jafnaði eru um 20-25 gestir á sólarhring hótelinu sem koma beint frá Landspítalnum og nokkur hluti þeirra nýtir sér hjúkrunarþjónustuna. Flestir þeirra eru utan af landi þar sem læknir, hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir hefur talið æskilegt að þeir dvelji í öruggu umhverfi, með fullu fæði og í nálægð í heilbrigðisþjónustu á meðan þeir eru að jafna sig. Dapurlegt er að sjá að formaður Samfylkingarinnar skuli ekki hafa meiri skilning á mikilvægi þessarar aðstöðu fyrir landsbyggðarfólk þar sem ekki veitir af því að tryggja sem jafnast aðgengi sjúkratryggðra Íslendinga að heilbrigðisþjónustu. 4. Læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður ákveða hverjir geta gist Árni Páll gagnrýnir að hótelið en ekki Landspítalinn ráði hverjir fái þar inni. Enn og aftur fer Árni Páll með algjörar fleipur. Einungis læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður geta ákveðið hvaða sjúkratryggðu einstaklingar eiga rétt á þjónustu Sjúkrahótels. Raðast gestirnir inn á grundvelli forskriftar frá Sjúkratryggingum Íslands sem kveður m.a. á um forgang gesta utan af landi. Sjúkrahótelið hefur ekkert um það að segja hvaða gestir hafa rétt á að dvelja þar. Í nánast öllum tilvikum er hægt að verða við eftirspurn eftir þjónustunni en í þeim tilvikum sem það er ekki þá er um að ræða einstaklinga sem þurfa mun meiri hjúkrun en í boði er samkvæmt samningum við SÍ, svo sem hjúkrun á nóttinni, sem Landspítalinn býður ekki upp á. Enn ein rangfærsla Árna Páls er sú að hótelið taki sjúklinga inn til uppfyllingar þegar ekki er hægt að leigja til túrista. Hið rétta er starfsemi Sjúkrahótelsins er afmörkuð frá almennri hótelþjónustu með 20 sérútbúnum herbergjum með sjúkrarúmum sem einungis er ætluð gestum Sjúkrahótels, sérstökum matsal og setustofu. Þegar eftirspurnin er meiri frá einstaklingum sem ekki þurfa sjúkrarúm þá er gestum boðið upp á að dvelja á almennum hótelherbergjum. Á fimm árum hefur komið upp eitt dæmi þar sem yfirbókað var á hótelinu og var Landspítalinn þá varaður við því að í 2-3 daga yrði hugsanlega ekki hægt að mæta eftirspurn spítalans en reyndin varð sú að allir fengu inni og nokkur herbergi voru laus. 6. Útboð skilar ríkissjóði umtalsvert hagkvæmari rekstriÁrni Páll lýkur máli sínu á því að fullyrða að „díllinn” sé sniðinn að þörfum eigenda sjúkrahótelsins en ekki þjóðarinnar og spyr hann að lokum ,,hvaða hóteleigandi vill ekki vera í aðstöðu til að láta ríkið borga hjá sér öll þau herbergi sem annars standa tóm?“. Dapurlegt er að sjá formann Samfylkingarinnar falla í þessa gryfju ósmekklegaheita og lágkúru. Þegar Sjúkrahótelið var boðið út fyrst kom lægsta tilboðið frá okkur og þegar Sjúkrahótelið var boðið út aftur á sl. ári vorum við eini aðilinn sem bauð í starfsemina. Gefur það frekar til kynna að hóteleigendur séu ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að selja stórt hótelherbergi með baði, auk aðstöðu fyrir hjúkrun, sjúkraþjálfun og fullt fæði á 11.900 krónur sólarhringinn sem er langt undir því meðalverði sem ríkjandi er á sambærilegum hótelum í Reykajvík nú án nokkurrar viðbótarþjónustu. Hluti ríkisins er um 10.700 krónur en gestirnir sjálfir greiða 1.200 fyrir prívat herbergi með fullu fæði. Það fyrirkomulag að bjóða út starfsemina hefur skilað skattgreiðendum mikilli hagræðingu og á sama tíma hefur meginþorri þeirra nærri 10 þúsund gesta sem á Sjúkrahótelinu hafa gist verið afskaplega ánægðir með þjónustuna. Líkt og komið hefur fram þá hryggir það okkur að þurfa að segja upp samningnum við Sí. Okkur hefur þótt afskaplega vænt um að geta boðið upp á þessa þjónustu og það verða þung spor fyrir okkur að kveðja gesti Sjúkrahótelsins í lok apríl nk. En því miður eru það yfirlýsingar eins og koma frá Árni Páli sem gera okkur starfið erfitt og varpa skugga á þá mikilvægu þjónustu sem okkur er ætlað að veita. Við höfum lagt okkur fram um það sl. 5 ár að standa ekki í opinberu karpi og viljum sýna þessari viðkvæmu þjónustu þá virðingu að fjalla um hana af nærgætni. Við hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama og ítrekum mikilvægi þess að Árni Páll og aðrir áhugasamir kynni sér starfsemina áður en þeir ryðjast fram með þeim hætti sem hann gerði í dag. Virðingarfyllst, Kolbrún Hrund Víðisdóttir, Framkvæmdastjóri Heilsumiðstöðvarinnar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Árni Páll segir samning um sjúkrahótel hafa verið sniðinn að þörfum eigenda en ekki þjóðarinnar „Hvaða hóteleigandi vill ekki vera í aðstöðu til að láta ríkið borga hjá sér öll þau herbergi sem annars standa tóm?“ 24. janúar 2016 14:40 Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar birti í dag pistil um starfsemi Sjúkrahótelsins í Ármúla þar sem honum tekst að fara rangt með allar staðreyndir málsins. Ekki er hjá því komist að leiðrétta þær helstu. 1. Skýr samningur með skilgreindum kröfumÁrni Páll segir að á bak við samning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við Sjúkrahótelið liggi engin vitræn þjónustuskilgrening. Hið rétta er að samningurinn er gerður í kjölfar útboðs sem SÍ vann í samvinnu við Landspítala og Velferðarráðuneyti undir umsjón Ríkiskaupa. Markmiðin eru skýr og leiðarljósið er Íslendingar hafi sem jafnast aðgengi að heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Veita á hótel- og gistiþjónustu til einstaklinga sem eru færir um athafnir daglegs lífs en þurfa að dvelja í öruggu umhverfi þar sem í boði er hjúkrun og stutt í heilbrigðisþjónustu. Sett er fram forgangsröðun og á hvaða verð er greitt. 2. Landspítalinn hefur aldrei rekið sjúkrahótelþjónustunaÁrni Páll segir að Landspítalinn hafi sjálfur rekið sjúkrahótelþjónustuna á árum áður en hið rétta er að Landspítalinn hefur aldrei rekið veitinga- og gistiþjónustu Sjúkrahótels. Forsagan er sú að frá árinu 1974 starfrækti Rauði krossinn sjúkrahótel við Rauðarárstíg þar sem hvatinn var húsnæðisvandi landsbyggðarfólks. Árið 2004 seldi Rauði krossinn Foss hótelum húsnæðið. Landspítalinn annaðist hjúkrunarþjónustuna á hótelinu en samdi við Fosshótel um hótel- og veitingareksturinn. Þegar samningurinn rann út í lok árs 2010 var hótel- og veitingaþjónustan boðin út. Tveir aðilar lögðu inn tilboð og þar sem okkar tilboð var hagstæðara þá var gerður samningur við okkur sem staðfestur var af þáverandi heilbrigðisráðherra Guðbjarti Hannessyni og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra. Áfram var samið við Landspítalann um að veita hjúkrunarþjónustuna á Sjúkrahótelinu. 3. Hjúkrun og sjúkraþjálfun í boði á SjúkrahóteliÁrni Páll segir að í samningi við sjúkrahótelið í Ármúla hafi SÍ ekki gert neinar kröfur um hjúkrunarþjónustu, heldur er einungis varið fé til að kaupa hótelherbergi og fæði, en sú þjónusta nýtist Landspítalanum ekki neitt. Líkt og annað er þetta rangt hjá Árna Páli. Í útboðinu er sérstaklega kveðið á um að hjúkrunarþjónusta og sjúkraþjálfun eigi að vera í boði á Sjúkrahótelinu og samið var um hana við Landspítalann. Að jafnaði eru um 20-25 gestir á sólarhring hótelinu sem koma beint frá Landspítalnum og nokkur hluti þeirra nýtir sér hjúkrunarþjónustuna. Flestir þeirra eru utan af landi þar sem læknir, hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir hefur talið æskilegt að þeir dvelji í öruggu umhverfi, með fullu fæði og í nálægð í heilbrigðisþjónustu á meðan þeir eru að jafna sig. Dapurlegt er að sjá að formaður Samfylkingarinnar skuli ekki hafa meiri skilning á mikilvægi þessarar aðstöðu fyrir landsbyggðarfólk þar sem ekki veitir af því að tryggja sem jafnast aðgengi sjúkratryggðra Íslendinga að heilbrigðisþjónustu. 4. Læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður ákveða hverjir geta gist Árni Páll gagnrýnir að hótelið en ekki Landspítalinn ráði hverjir fái þar inni. Enn og aftur fer Árni Páll með algjörar fleipur. Einungis læknar, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður geta ákveðið hvaða sjúkratryggðu einstaklingar eiga rétt á þjónustu Sjúkrahótels. Raðast gestirnir inn á grundvelli forskriftar frá Sjúkratryggingum Íslands sem kveður m.a. á um forgang gesta utan af landi. Sjúkrahótelið hefur ekkert um það að segja hvaða gestir hafa rétt á að dvelja þar. Í nánast öllum tilvikum er hægt að verða við eftirspurn eftir þjónustunni en í þeim tilvikum sem það er ekki þá er um að ræða einstaklinga sem þurfa mun meiri hjúkrun en í boði er samkvæmt samningum við SÍ, svo sem hjúkrun á nóttinni, sem Landspítalinn býður ekki upp á. Enn ein rangfærsla Árna Páls er sú að hótelið taki sjúklinga inn til uppfyllingar þegar ekki er hægt að leigja til túrista. Hið rétta er starfsemi Sjúkrahótelsins er afmörkuð frá almennri hótelþjónustu með 20 sérútbúnum herbergjum með sjúkrarúmum sem einungis er ætluð gestum Sjúkrahótels, sérstökum matsal og setustofu. Þegar eftirspurnin er meiri frá einstaklingum sem ekki þurfa sjúkrarúm þá er gestum boðið upp á að dvelja á almennum hótelherbergjum. Á fimm árum hefur komið upp eitt dæmi þar sem yfirbókað var á hótelinu og var Landspítalinn þá varaður við því að í 2-3 daga yrði hugsanlega ekki hægt að mæta eftirspurn spítalans en reyndin varð sú að allir fengu inni og nokkur herbergi voru laus. 6. Útboð skilar ríkissjóði umtalsvert hagkvæmari rekstriÁrni Páll lýkur máli sínu á því að fullyrða að „díllinn” sé sniðinn að þörfum eigenda sjúkrahótelsins en ekki þjóðarinnar og spyr hann að lokum ,,hvaða hóteleigandi vill ekki vera í aðstöðu til að láta ríkið borga hjá sér öll þau herbergi sem annars standa tóm?“. Dapurlegt er að sjá formann Samfylkingarinnar falla í þessa gryfju ósmekklegaheita og lágkúru. Þegar Sjúkrahótelið var boðið út fyrst kom lægsta tilboðið frá okkur og þegar Sjúkrahótelið var boðið út aftur á sl. ári vorum við eini aðilinn sem bauð í starfsemina. Gefur það frekar til kynna að hóteleigendur séu ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að selja stórt hótelherbergi með baði, auk aðstöðu fyrir hjúkrun, sjúkraþjálfun og fullt fæði á 11.900 krónur sólarhringinn sem er langt undir því meðalverði sem ríkjandi er á sambærilegum hótelum í Reykajvík nú án nokkurrar viðbótarþjónustu. Hluti ríkisins er um 10.700 krónur en gestirnir sjálfir greiða 1.200 fyrir prívat herbergi með fullu fæði. Það fyrirkomulag að bjóða út starfsemina hefur skilað skattgreiðendum mikilli hagræðingu og á sama tíma hefur meginþorri þeirra nærri 10 þúsund gesta sem á Sjúkrahótelinu hafa gist verið afskaplega ánægðir með þjónustuna. Líkt og komið hefur fram þá hryggir það okkur að þurfa að segja upp samningnum við Sí. Okkur hefur þótt afskaplega vænt um að geta boðið upp á þessa þjónustu og það verða þung spor fyrir okkur að kveðja gesti Sjúkrahótelsins í lok apríl nk. En því miður eru það yfirlýsingar eins og koma frá Árni Páli sem gera okkur starfið erfitt og varpa skugga á þá mikilvægu þjónustu sem okkur er ætlað að veita. Við höfum lagt okkur fram um það sl. 5 ár að standa ekki í opinberu karpi og viljum sýna þessari viðkvæmu þjónustu þá virðingu að fjalla um hana af nærgætni. Við hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama og ítrekum mikilvægi þess að Árni Páll og aðrir áhugasamir kynni sér starfsemina áður en þeir ryðjast fram með þeim hætti sem hann gerði í dag. Virðingarfyllst, Kolbrún Hrund Víðisdóttir, Framkvæmdastjóri Heilsumiðstöðvarinnar ehf.
Árni Páll segir samning um sjúkrahótel hafa verið sniðinn að þörfum eigenda en ekki þjóðarinnar „Hvaða hóteleigandi vill ekki vera í aðstöðu til að láta ríkið borga hjá sér öll þau herbergi sem annars standa tóm?“ 24. janúar 2016 14:40
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar