Erlent

LEGO leitar að „kubburum“ í fullt starf

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Nú þegar vinna fimmtíu manns við að byggja úr LEGO-kubbum.
Nú þegar vinna fimmtíu manns við að byggja úr LEGO-kubbum.
Danska leikfangafyrirtækið LEGO er nú að leita að einstaklingum til að bætast við teymi LEGO-kubbara sem setja upp kubbalistaverk í skemmtigörðum fyrirtækisins. Leitað er að 20 einstaklingum til að bætast við teymið, sem nú þegar telur 50 manns.

LEGO gerir kröfu um að umsækjendur hafi reynslu af LEGO-kubbum, geti hannað og byggt traust, nákvæm, flókin og örugg verk og geti farið að nákvæmum leiðbeiningum og tölvuteiknuðum hönnun við vinnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×