Gert ráð fyrir milli 1.100 og 1.300 íbúðum í nýrri Vogabyggð Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2016 21:30 Gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir 450 íbúðum og því er ljóst er að þessi fjölgun íbúða í hverfinu kallar á byggingu grunn- og leikskóla. Mynd/Reykjavíkurborg Skrifað var undir samninga um endurbyggingu Vogabyggðar í Reykjavík fyrr í dag. Hverfið afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi.Á vef Reykjavíkurborgar segir að samningarnir nái til hluta Vogabyggðar, svæðis 2, en stærstu lóðarhafar þar eru Gámakó og Vogabyggð dótturfyrirtæki Hamla, sem eru í eigu Landsbankans. Samtals ráða þessi fyrirtæki yfir 70 prósent lóða á svæði 2. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir samningana afar mikilvægt skref í átt að uppbyggingu hverfisins. „Það er mjög metnaðarfullt skipulag sem liggur fyrir og Vogabyggðin sjálf er náttúrlega á besta stað í borginni. Fjórðungur íbúðanna sem þarna rísa verða undir leigu- og búseturéttaríbúðir og höfum við nú samið við lóðarhafa um þátttöku í uppbyggingu innviða. Verkefnið í heild er svo eitt af lykilsvæðum í Aðalskipulagi Reykjavíkur þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Dagur.Mynd/ReykjavíkurborgÍ tilkynningunni segir að miðað við þær skipulagsáætlanir sem nú sé unnið að sé gert ráð fyrir að í hverfinu verði 1.100 til 1.300 íbúðir og atvinnuhúsnæði um 56.000 fermetrar. „Gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir 450 íbúðum og því er ljóst er að þessi fjölgun íbúða í hverfinu kallar á byggingu grunn- og leikskóla, en miðað er við að ráðist verði í þær framkvæmdir í samræmi við uppbyggingu íbúðabyggðar. Í samningum er kvöð um að leiguíbúðir, stúdenta- og búseturéttaríbúðir verði 20–25% íbúða. Í Vogabyggð eru áformaðar framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur við gerð gatna, torga, stíga, strandstíga, landfyllinga, grjótvarna og nýrra stofnlagna, útsýnis- og göngupalla í samræmi við hugmynd að nýju deiliskipulagi. Auk þess er gert ráð fyrir göngubrú og stíflu við Háubakkatjörn, brú yfir Naustavog, færslu á Kleppsmýrarvegi og færslu skólpdælustöðvar. Áætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar við uppbyggingu skóla og allra innviða í hverfinu er um 8 milljarðar króna.“Ánægjulegt að skapa nýja framtíðGunnar Bragason, framkvæmdastjóri Gámakó og Gámaþjónustunnar, segir það vera fagnaðarefni að sjá glæsilega íbúðabyggð rísa á gömlu og lúnu iðnaðarsvæði. „Við höfum lengi beðið eftir þessu.“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, tekur í sama streng og segir þetta vera gríðarlega mikilvægan áfanga og ánægjulegt fyrir Landsbankann að taka þátt í einum umfangsmestu endurbyggingaráformum í Reykjavík í langan tíma. „Við höfum unnið með borginni í þessu verkefni frá ársbyrjun 2013 og það er ánægjulegt að taka þátt í að skapa nýja framtíð hér á svæðinu.“Mynd/ReykjavíkurborgMynd/ReykjavíkurborgMynd/Reykjavíkurborg Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Skrifað var undir samninga um endurbyggingu Vogabyggðar í Reykjavík fyrr í dag. Hverfið afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi.Á vef Reykjavíkurborgar segir að samningarnir nái til hluta Vogabyggðar, svæðis 2, en stærstu lóðarhafar þar eru Gámakó og Vogabyggð dótturfyrirtæki Hamla, sem eru í eigu Landsbankans. Samtals ráða þessi fyrirtæki yfir 70 prósent lóða á svæði 2. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir samningana afar mikilvægt skref í átt að uppbyggingu hverfisins. „Það er mjög metnaðarfullt skipulag sem liggur fyrir og Vogabyggðin sjálf er náttúrlega á besta stað í borginni. Fjórðungur íbúðanna sem þarna rísa verða undir leigu- og búseturéttaríbúðir og höfum við nú samið við lóðarhafa um þátttöku í uppbyggingu innviða. Verkefnið í heild er svo eitt af lykilsvæðum í Aðalskipulagi Reykjavíkur þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Dagur.Mynd/ReykjavíkurborgÍ tilkynningunni segir að miðað við þær skipulagsáætlanir sem nú sé unnið að sé gert ráð fyrir að í hverfinu verði 1.100 til 1.300 íbúðir og atvinnuhúsnæði um 56.000 fermetrar. „Gildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir 450 íbúðum og því er ljóst er að þessi fjölgun íbúða í hverfinu kallar á byggingu grunn- og leikskóla, en miðað er við að ráðist verði í þær framkvæmdir í samræmi við uppbyggingu íbúðabyggðar. Í samningum er kvöð um að leiguíbúðir, stúdenta- og búseturéttaríbúðir verði 20–25% íbúða. Í Vogabyggð eru áformaðar framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur við gerð gatna, torga, stíga, strandstíga, landfyllinga, grjótvarna og nýrra stofnlagna, útsýnis- og göngupalla í samræmi við hugmynd að nýju deiliskipulagi. Auk þess er gert ráð fyrir göngubrú og stíflu við Háubakkatjörn, brú yfir Naustavog, færslu á Kleppsmýrarvegi og færslu skólpdælustöðvar. Áætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar við uppbyggingu skóla og allra innviða í hverfinu er um 8 milljarðar króna.“Ánægjulegt að skapa nýja framtíðGunnar Bragason, framkvæmdastjóri Gámakó og Gámaþjónustunnar, segir það vera fagnaðarefni að sjá glæsilega íbúðabyggð rísa á gömlu og lúnu iðnaðarsvæði. „Við höfum lengi beðið eftir þessu.“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, tekur í sama streng og segir þetta vera gríðarlega mikilvægan áfanga og ánægjulegt fyrir Landsbankann að taka þátt í einum umfangsmestu endurbyggingaráformum í Reykjavík í langan tíma. „Við höfum unnið með borginni í þessu verkefni frá ársbyrjun 2013 og það er ánægjulegt að taka þátt í að skapa nýja framtíð hér á svæðinu.“Mynd/ReykjavíkurborgMynd/ReykjavíkurborgMynd/Reykjavíkurborg
Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira