Viðskipti innlent

Bankasýslan leitar að ráðgjöfum fyrir sölu á Landsbankanum

ingvar haraldsson skrifar
Áætlað er að salan skili ríkissjóði 71 milljarði króna.
Áætlað er að salan skili ríkissjóði 71 milljarði króna. Vísir/Andri Marinó
Landsbankinn hefur auglýst eftir aðilum sem hafa áhuga á að taka að sér ráðgjafarhlutverki vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hlut í Landsbankanum. Í fjárlögum þessa árs er heimild til að hefja sölumeðferð á allt að 28,2 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum.  Í fjárlagafrumvarpinu er áætlað að salan skili ríkissjóði 71 milljarði króna.

Ráðgjöfin sem auglýst er eftir er í tveimur flokkum. Annars vegar leiðandi umsjónaraðili með sölunni með því að skipuleggja og samræma söluna. Hins vegar er leitað að almennum söluráðgjafa til að taka þátt og aðstoða við sölu í sérstöku hlutverki sem umsjónaraðili eða án sérstaks hlutverks sem umsjónaraðili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×