Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. janúar 2016 06:00 Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, huggar svekktan fyrirliðann, Guðjón Val Sigurðsson, eftir tapið fyrir Króatíu. vísir/Valli Strákarnir okkar sneru til síns heima í gær eftir sneypuför til Póllands. Í fyrsta sinn síðan 2004 fór karlalandsliðið í handbolta ekki upp úr riðli á Evrópumótinu. Þeir voru sendir heim eftir rassskell gegn Króatíu, en tapið óvænta gegn Hvíta-Rússlandi kom liðinu í nær ómögulega stöðu. Fréttablaðið leitaði til þriggja þjálfara í Olís-deildunum hér heima til að gefa sitt álit á frammistöðunni og framhaldinu. Þeir eru Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla, og þjálfarar karla- og kvennaliða Gróttu, Gunnar Andrésson og Kári Garðarsson.Engar taktískar breytingar Allir þrír eru sammála um hið augljósa; varnarleikur Íslands var langt frá því að vera nógu góður í seinni tveimur leikjunum. Eftir fínan varnarleik gegn Noregi, þar sem liðið náði 29 löglegum stöðvunum, voru aðeins níu slíkar gegn Hvít-Rússum og Króötum. Mótherjarnir voru varla snertir. „Ég hef nú bara aldrei séð jafn skrítinn handboltaleik eins og á móti Hvíta-Rússlandi. Þar var algjört hrun í varnarleiknum. Ég saknaði þess að sjá menn stíga upp í vörninni og klárar sínar stöður. Það vantaði líka allar taktískar breytingar í 6-0-vörninni. Svo hjálpaði ekki til að sóknarleikurinn á móti Króatíu var kominn í þrot,“ segir Einar Andri Einarsson um varnarleikinn og Gunnar er sammála. „Við vorum ekki nógu klókir og svo var ekkert plan B fyrst þessi hefðbundna vörn okkar virkaði ekki. Ofan í þennan varnarleik fáum við svo enga markvörslu en þetta er grunnurinn að árangri. Það hefur verið smá endurnýjun í mannskap í varnarleiknum. Við erum ekki með sama mannskap og þegar þessi vörn virkaði hvað best. Ég er ekki viss um að þessi vörn henti þessu liði. Mér fannst þetta aldrei sannfærandi,“ segir Gunnar.vísir/valliTöluðum okkur upp Íslenska liðið átti heldur ekki gott mót í Katar fyrir ári en fín spilamennska landsliðsins eftir það skilaði sér engan veginn inn í mótið í Póllandi. Var verið að ofmeta liðið fyrir EM? „Það sem gaf mér ákveðna von var að liðið hefur oft verið í verra standi. Aron er ferskari og Guðjón Valur. Það er kannski bara Lexi sem kom svolítið hnjaskaður inn í mótið. Mér fannst ástæða til að vera bjartsýnn út af því en kannski ekki þegar horft er á undirbúninginn og og síðasta ár,“ segir Kári Garðarsson. Einar Andri tekur undir orð hans: „Var einhver ástæða til bjartsýni? Við töpum í undirbúningnum fyrir Portúgal og svo vinnum við seinni leikinn gegn Þýskalandi en það er oft þannig að liðið sem vinnur fyrri leikinn kemur rólegar inn í þann síðari. Við vorum að tala okkur upp því allir voru heilir og æfingarnar áttu að ganga vel. Kannski vorum við samt ekki að horfa nógu raunsætt á þetta.“ Stóra vandamálið, segir Kári, hafi einfaldlega verið að tapa leiknum gegn Hvíta-Rússlandi. „Það var bara blaut tuska í andlitið fyrir alla sem þekkja til. Það átti að vera auðveldur leikur eða allavega sigur. Eftir hann vorum við komnir með bakið upp við vegg fyrir leik gegn liði sem er gríðarlega öflugt. Þar vorum við svo með allt niður um okkur. Það voru of margir að spila langt undir pari.“Þörf á naflaskoðun En hver eru næstu skref? „Við þurfum að finna út úr þessari vörn,“ svarar Einar Andri um hæl. „Ég hef engar áhyggjur af sóknarleiknum. Það þarf að vera endurnýjun í liðinu en alls ekki hreinsa út tíu leikmenn og inn með aðra tíu. Það er það versta sem við gætum gert. Við þurfum að finna leikmenn sem geta spilað vörn og sókn og fá betra jafnvægi í liðið.“ Gunnar Andrésson vill að handboltahreyfingin líti öll inn á við: „Við komumst ekkert hjá kynslóðaskiptum. Kannski þurfum við bara að taka eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram. Við þurfum að fara í naflaskoðun og sjá hvar við öll getum bætt okkur til dæmis í þjálfun og annað. Það er fullt af efnilegum strákum að koma upp þannig að saman þurfum við öll að vinna í sömu átt.“Aron Kristjánsson gæti látið af störfum.vísir/valliSérfræðingarnir þrír voru allir spurðir hvort Aron Kristjánsson ætti að vera áfram með liðið. Þarf traust frá leikmönnum „Ég held að Aron sé alveg nógu góður þjálfari til að stýra íslenska liðinu áfram ef hann er til í það,“ segir Einar Andri, aðspurður um framtíð Arons Kristjánssonar. „Ef hann hefur traust frá leikmönnum og HSÍ sé ég enga ástæðu til þess að breyta til. Ég held að allir sem koma að liðinu þurfi að kafa djúpt og finna ástæðuna fyrir þessum árangri. Það er þörf á naflaskoðun hjá öllum sem koma að handboltanum á hæsta stigi á íslandi,“ segir Einar Andri Einarsson. Gæti tekið tíma „Aron er frábær þjálfari og gæti gert gagn með þetta lið, en ég held að það eigi bara eftir að koma í ljós hvað verður,“ segir Gunnar varðandi framtíð Arons Kristjánssonar með landsliðið. „Þetta gæti alveg verið tímapunktur til að fé ferskt blóð inn í þetta. Við komumst að því þegar tíminn aðeins líður og menn átta sig á hvað fór úrskeiðis. Það er vafalítið ýmislegt í þessu sem við vitum ekki,“ segir Gunnar sem kallar eftir þolinmæði. „Það þarf að stýra þessu skipi á beinu brautina en það gæti tekið tíma þannig að við verðum að vera þolinmóð.“Kominn tími á ferskt blóð „Já, ég held það hreinlega,“ segir Kári Garðarsson aðspurður hvort það sé kominn tími á að Aron Kristjánsson láti af störfum. „Hann er frábær þjálfari og hefur náð góðum árangri með íslenska liðið sem og þau félagslið sem hann hefur stýrt bæði hér heima og úti. En það er tími núna til að fá ferskt blóð inn í þetta,“ segir Kári. „Það er kominn tími á breytingar en ég segi það með fullri virðingu fyrir Aroni Kristjánssyni og öllu sem hann hefur gert.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Geir og Kristján réttu mennirnir fyrir landsliðið Guðjón Guðmundsson telur að það séu tveir menn sem gætu tekið við íslenska landsliðinu. 20. janúar 2016 10:45 Ísland í 13. sæti og í efri styrkleikaflokki þökk sé Degi og Rússum Dagur Sigurðsson stýrði lærisveinum sínum til sigurs gegn Slóveníu. 20. janúar 2016 17:51 Handvarpið: Hvað gerðist í Póllandi og hver er framtíðin? Evrópumótið hjá strákunum okkar í Póllandi gert upp í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta. 20. janúar 2016 14:00 Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Guðjón Guðmundsson segir að enginn þorir að segja hlutina eins og þeir eru. 20. janúar 2016 10:15 Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00 Björgvin Páll: Sorry Skilaboð landsliðsmarkvarðarins eftir tapið gegn Króatíu í gær voru einföld. 20. janúar 2016 11:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Strákarnir okkar sneru til síns heima í gær eftir sneypuför til Póllands. Í fyrsta sinn síðan 2004 fór karlalandsliðið í handbolta ekki upp úr riðli á Evrópumótinu. Þeir voru sendir heim eftir rassskell gegn Króatíu, en tapið óvænta gegn Hvíta-Rússlandi kom liðinu í nær ómögulega stöðu. Fréttablaðið leitaði til þriggja þjálfara í Olís-deildunum hér heima til að gefa sitt álit á frammistöðunni og framhaldinu. Þeir eru Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Olís-deild karla, og þjálfarar karla- og kvennaliða Gróttu, Gunnar Andrésson og Kári Garðarsson.Engar taktískar breytingar Allir þrír eru sammála um hið augljósa; varnarleikur Íslands var langt frá því að vera nógu góður í seinni tveimur leikjunum. Eftir fínan varnarleik gegn Noregi, þar sem liðið náði 29 löglegum stöðvunum, voru aðeins níu slíkar gegn Hvít-Rússum og Króötum. Mótherjarnir voru varla snertir. „Ég hef nú bara aldrei séð jafn skrítinn handboltaleik eins og á móti Hvíta-Rússlandi. Þar var algjört hrun í varnarleiknum. Ég saknaði þess að sjá menn stíga upp í vörninni og klárar sínar stöður. Það vantaði líka allar taktískar breytingar í 6-0-vörninni. Svo hjálpaði ekki til að sóknarleikurinn á móti Króatíu var kominn í þrot,“ segir Einar Andri Einarsson um varnarleikinn og Gunnar er sammála. „Við vorum ekki nógu klókir og svo var ekkert plan B fyrst þessi hefðbundna vörn okkar virkaði ekki. Ofan í þennan varnarleik fáum við svo enga markvörslu en þetta er grunnurinn að árangri. Það hefur verið smá endurnýjun í mannskap í varnarleiknum. Við erum ekki með sama mannskap og þegar þessi vörn virkaði hvað best. Ég er ekki viss um að þessi vörn henti þessu liði. Mér fannst þetta aldrei sannfærandi,“ segir Gunnar.vísir/valliTöluðum okkur upp Íslenska liðið átti heldur ekki gott mót í Katar fyrir ári en fín spilamennska landsliðsins eftir það skilaði sér engan veginn inn í mótið í Póllandi. Var verið að ofmeta liðið fyrir EM? „Það sem gaf mér ákveðna von var að liðið hefur oft verið í verra standi. Aron er ferskari og Guðjón Valur. Það er kannski bara Lexi sem kom svolítið hnjaskaður inn í mótið. Mér fannst ástæða til að vera bjartsýnn út af því en kannski ekki þegar horft er á undirbúninginn og og síðasta ár,“ segir Kári Garðarsson. Einar Andri tekur undir orð hans: „Var einhver ástæða til bjartsýni? Við töpum í undirbúningnum fyrir Portúgal og svo vinnum við seinni leikinn gegn Þýskalandi en það er oft þannig að liðið sem vinnur fyrri leikinn kemur rólegar inn í þann síðari. Við vorum að tala okkur upp því allir voru heilir og æfingarnar áttu að ganga vel. Kannski vorum við samt ekki að horfa nógu raunsætt á þetta.“ Stóra vandamálið, segir Kári, hafi einfaldlega verið að tapa leiknum gegn Hvíta-Rússlandi. „Það var bara blaut tuska í andlitið fyrir alla sem þekkja til. Það átti að vera auðveldur leikur eða allavega sigur. Eftir hann vorum við komnir með bakið upp við vegg fyrir leik gegn liði sem er gríðarlega öflugt. Þar vorum við svo með allt niður um okkur. Það voru of margir að spila langt undir pari.“Þörf á naflaskoðun En hver eru næstu skref? „Við þurfum að finna út úr þessari vörn,“ svarar Einar Andri um hæl. „Ég hef engar áhyggjur af sóknarleiknum. Það þarf að vera endurnýjun í liðinu en alls ekki hreinsa út tíu leikmenn og inn með aðra tíu. Það er það versta sem við gætum gert. Við þurfum að finna leikmenn sem geta spilað vörn og sókn og fá betra jafnvægi í liðið.“ Gunnar Andrésson vill að handboltahreyfingin líti öll inn á við: „Við komumst ekkert hjá kynslóðaskiptum. Kannski þurfum við bara að taka eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram. Við þurfum að fara í naflaskoðun og sjá hvar við öll getum bætt okkur til dæmis í þjálfun og annað. Það er fullt af efnilegum strákum að koma upp þannig að saman þurfum við öll að vinna í sömu átt.“Aron Kristjánsson gæti látið af störfum.vísir/valliSérfræðingarnir þrír voru allir spurðir hvort Aron Kristjánsson ætti að vera áfram með liðið. Þarf traust frá leikmönnum „Ég held að Aron sé alveg nógu góður þjálfari til að stýra íslenska liðinu áfram ef hann er til í það,“ segir Einar Andri, aðspurður um framtíð Arons Kristjánssonar. „Ef hann hefur traust frá leikmönnum og HSÍ sé ég enga ástæðu til þess að breyta til. Ég held að allir sem koma að liðinu þurfi að kafa djúpt og finna ástæðuna fyrir þessum árangri. Það er þörf á naflaskoðun hjá öllum sem koma að handboltanum á hæsta stigi á íslandi,“ segir Einar Andri Einarsson. Gæti tekið tíma „Aron er frábær þjálfari og gæti gert gagn með þetta lið, en ég held að það eigi bara eftir að koma í ljós hvað verður,“ segir Gunnar varðandi framtíð Arons Kristjánssonar með landsliðið. „Þetta gæti alveg verið tímapunktur til að fé ferskt blóð inn í þetta. Við komumst að því þegar tíminn aðeins líður og menn átta sig á hvað fór úrskeiðis. Það er vafalítið ýmislegt í þessu sem við vitum ekki,“ segir Gunnar sem kallar eftir þolinmæði. „Það þarf að stýra þessu skipi á beinu brautina en það gæti tekið tíma þannig að við verðum að vera þolinmóð.“Kominn tími á ferskt blóð „Já, ég held það hreinlega,“ segir Kári Garðarsson aðspurður hvort það sé kominn tími á að Aron Kristjánsson láti af störfum. „Hann er frábær þjálfari og hefur náð góðum árangri með íslenska liðið sem og þau félagslið sem hann hefur stýrt bæði hér heima og úti. En það er tími núna til að fá ferskt blóð inn í þetta,“ segir Kári. „Það er kominn tími á breytingar en ég segi það með fullri virðingu fyrir Aroni Kristjánssyni og öllu sem hann hefur gert.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Geir og Kristján réttu mennirnir fyrir landsliðið Guðjón Guðmundsson telur að það séu tveir menn sem gætu tekið við íslenska landsliðinu. 20. janúar 2016 10:45 Ísland í 13. sæti og í efri styrkleikaflokki þökk sé Degi og Rússum Dagur Sigurðsson stýrði lærisveinum sínum til sigurs gegn Slóveníu. 20. janúar 2016 17:51 Handvarpið: Hvað gerðist í Póllandi og hver er framtíðin? Evrópumótið hjá strákunum okkar í Póllandi gert upp í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta. 20. janúar 2016 14:00 Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Guðjón Guðmundsson segir að enginn þorir að segja hlutina eins og þeir eru. 20. janúar 2016 10:15 Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00 Björgvin Páll: Sorry Skilaboð landsliðsmarkvarðarins eftir tapið gegn Króatíu í gær voru einföld. 20. janúar 2016 11:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Geir og Kristján réttu mennirnir fyrir landsliðið Guðjón Guðmundsson telur að það séu tveir menn sem gætu tekið við íslenska landsliðinu. 20. janúar 2016 10:45
Ísland í 13. sæti og í efri styrkleikaflokki þökk sé Degi og Rússum Dagur Sigurðsson stýrði lærisveinum sínum til sigurs gegn Slóveníu. 20. janúar 2016 17:51
Handvarpið: Hvað gerðist í Póllandi og hver er framtíðin? Evrópumótið hjá strákunum okkar í Póllandi gert upp í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta. 20. janúar 2016 14:00
Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Guðjón Guðmundsson segir að enginn þorir að segja hlutina eins og þeir eru. 20. janúar 2016 10:15
Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00
Björgvin Páll: Sorry Skilaboð landsliðsmarkvarðarins eftir tapið gegn Króatíu í gær voru einföld. 20. janúar 2016 11:15
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti