Erlent

Ísraelar hyggjast leggja undir sig fleiri svæði á Vesturbakkanum

Atli Ísleifsson skrifar
Um er að ræða 154 hektara landsvæði í Jórdandalnum, skammt frá borginni Jeríkó og norður af Dauðahafi, sem hentar til landbúnaðar.
Um er að ræða 154 hektara landsvæði í Jórdandalnum, skammt frá borginni Jeríkó og norður af Dauðahafi, sem hentar til landbúnaðar. Vísir/AFP
Fjölmiðlar í Ísrael segja að stjórnvöld þar í landi hyggist leggja undir sig stórt landsvæði á Vesturbakkanum.

Ríkisstjórnin í Ísrael hefur enn ekki staðfest fréttirnar, en á útvarpsstöð Ísraelshers kom fram að aðgerðin verði gjörð kunnug innan skamms.

Um er að ræða 154 hektara landsvæði í Jórdandalnum, skammt frá borginni Jeríkó og norður af Dauðahafi, sem hentar til landbúnaðar.

Reuters greinir frá því að gyðingar nýti nú þegar svæðið til ræktunar.

Hanan Ashrawi, talsmaður stjórnar Palestínumanna, segir að aðgerðir Ísraela brjóti í bága við alþjóðalög og hvetur alþjóðasamfélagið til að bregðast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×