Erlent

Fimm myndir sem sýna hversu mikið jöklar heimsins hafa hopað

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mýrdalsjökull hefur hopað á undanförnum árum.
Mýrdalsjökull hefur hopað á undanförnum árum. NASA
Á vefsíðu NASA, Feimferðastofnunar Bandaríkjanna, kennir ýmisa grasa. Þó að stofnunin sé ef til vill best fyrir að leita út í geim beinir hún einstaka sinnum sjónum sínum að jörðinni okkar.

Á síðu stofnunarinnar er sérstakur myndaþáttur sem ber nafnið Images of Change þar sem finna má 309 myndir af því hvernig maðurinn og náttúran hefur umbreytt Jörðinni í gegnum árin.

Eitt af því sem hefur verið í umræðunni undanfarin ár er hversu mikið jöklar heimsins hafa hopað vegna hlýnun jarðar. Skemmst er að minnast heimsóknar Francois Hollande Frakklandsforseta hingað til lands á síðasta ári. Fór hann upp að Sólheimajökli með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands.

„Það var merkilegt að labba upp að rótum Sólheimajökuls að labba lengi eftir þessum svarta sandi og upp að steinunum og klettunum og láta hann upplifa hvernig jökullinn hefði hopað. Eitt af því sem hefði haft mest áhrif á hann sem hann hefði upplifað á síðustu árum,“ segir Ólafur Ragnar um upplifun Hollande.

Á Images of Change má finna fjölmargar myndir sem sýna hversu mikið jöklar heimsins hafa hopað og við höfum tekið saman nokkrar af þeim.

Qorii Kalis jökull - Perú

NASA
Vinstri mynd tekin í júlí 1978 - Hægri mynd tekin í júlí 2011

Qori Kalis er einn örfárra jökla eftir sem fyrirfinnst á hitabeltissvæði. Jökulinn er skriðjökull úr Quelccaya-jöklinum í Andes-fjöllum S-Ameríku.

Jökullinn hefur hopað gríðarlega undanfarin ár og hefur nú myndaðast myndarlegt jökullón á svæði sem jökullinn náði áður yfir.

Columbia-jökull - Alaska

NASA
Vinstri mynd tekin 28. júlí 1986 - Hægri mynd tekin 2. júlí 2014

Columbia-jökull er í Alaska og hefur hopað gríðarlega frá árinu 1982. Vísindamenn áætla að jökullinn haf hopað um allt að 16 kílómetra frá árinu 1982 og á næstu áratugum er áætlað að jökullinn hopi um aðra 15 kílómetra.

Bear-jökull - Alaska

NASA
Fyrsta mynd tekin 5. júní 1980 - Önnur mynd tekin 16. maí 1989 - Þriðja mynd tekin 13. maí 2011

Hlýnun á þessu svæði hefur tekið sinn toll af Bjarnarjöklinum en minni snjór safnast saman á yfirborði jökulsins. Á myndunum má sjá hvernig jökullinn hefur þróast undanfarna áratugi. Á nýjustu myndinni má sjá hvernig brotnað hefur úr sporði jökulsins og ísjakar safnast saman í lóninu.

Mýrdalsjökull - Ísland

NASA
Vinstri myndin tekin 16. september 1986 - Hægri myndin tekin 20. september 2014

Þennan jökul þekkja flestir Íslendingar en Mýrdalsjökull er fjórði stærsti jökull landsins. Á síðari myndinni má greinilega sjá öskurendur eftir eldgosin á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli. 

Á myndinni sést einnig Sólheimajökull (tungan sem stendur úr Mýrdalsjökli neðarlega til vinstri) sem Ólafur Ragnar og Hollande heimsóttu en hann hopar um allt að 50 metra á ári.

Peterman-jökull - Grænland

NASA
Vinstri mynd tekin 26.júní 2010 - Hægri mynd tekin 13. ágúst 2010

Gríðarstór íshella, um fjórum sinni stærri en Manhattan, brotnaði frá Peterman-jöklinum í ágúst árið 2010.

Líklegt þykir að hlýrra vatn undir jöklinum og á yfirborði sjávar hafi valdið því að íshellan hafi brotnað.








Tengdar fréttir

Loftslagssamningur samþykktur í París

Samningurinn sem felur í sér að hitastig jarðarinnar hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir árið 2050 var rétt í þessu samþykktur á Loftslagsráðstefnunni í París.

Hlýnun jarðar sést hvað best á Íslandi

Breytingar á tiltölulega einföldu vistkerfi Íslands gera það að verkum að allar breytingar sjást greinilega. Nýjar lífverur verða áberandi í vötnum og í sjó. Vatn verður innan tíðar ein mesta auðlind mannkyns.

Aðeins fáeinir áratugir til stefnu

Sameinuðu þjóðirnar nýttu sennilega sitt síðasta tækifæri til að ná samstöðu þjóða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Loftslagssamningur var heimsbyggðinni lífsnauðsynlegur. Ef hann verður meira en orð á blaði þá boðar hann




Fleiri fréttir

Sjá meira


×