Erlent

Erfðaskrá David Bowie gerð opinber

Heimir Már Pétursson skrifar
David Bowie.
David Bowie. Vísir/Getty
Verðmæti dánarbús David Bowie er metið á rúmar 100 milljónir dollara eða 13,1 milljarð króna. Erfðaskrá hans var lögð fyrir dómstól í New York í gær samkvæmt frétt BBC.

Iman eiginkona hans erfir 50 milljónir dollara auk íbúðar þeirra hjóna í New York en sonur og dóttir Bowie skipta með sér 50 milljónum dollara. Í erfðaskránni kemur fram að Bowie vildi að ösku hans yrði dreift á Balí samkvæmt hefðum búddista.

Erfðaskráin var færð til bókar undir skírnarnafni Bowie sem var David Robert Jones.

Corinne Schwab persónulegur aðstoðarmaður rokkstjörnunnar erfir tvær milljónir dollara eftir vinnuveitanda sinn og barnfóstra sem vann hjá goðinu fær eina milljón dollara í sinn hlut.


Tengdar fréttir

Bowie ber ábyrgð á svanakjól Bjarkar

Björk segir að það hafi verið fyrir áhrif frá David Bowie að hún ákvað að vera í frægum svanakjól sínum við Óskarsverðlaunaafhendinguna.

Mikil stemning fyrir að heiðra minningu Bowies

Allt stefnir í að aðsóknarmet verði slegið í Bíói Paradís, en á sunnudaginn munu Svartir sunnudagar beina sjónum sínum að leikaranum David Bowie, sem fjölmargir hafa áhuga á að sameinast yfir á hvíta tjaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×