Erlent

Hentu sprengju í flóttamenn

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Módel af handsprengunni sem var notuð á blaðamannafundi lögreglu.
Módel af handsprengunni sem var notuð á blaðamannafundi lögreglu. Nordicphotos/AFP
Gistiheimili fyrir flóttamenn í bænum Villingen-Schwenningen í Þýskalandi var rýmt eftir að virk handsprengja fannst fyrir utan það í gærmorgun.

Pinni handsprengjunnar hafði verið fjarlægður en sprengjan sprakk þó ekki.

Heiko Maas, dómsmálaráðherra Þýskalands, sagði árásina nýtt stig haturs og ofbeldis. Bregðast þurfi við áður en einhver láti lífið.

Fleiri en þúsund árásir voru gerðar á aðsetur flóttamanna á síðasta ári, fjórum sinnum fleiri en árið 2014. Í langflestum tilvikum var um að ræða árásarmenn úr röðum öfgahægri­manna.

1,1 milljón manns sótti um hæli í Þýskalandi í fyrra en stjórnvöld ætla að freista þess að minnka ásóknina með því að bæta ríkjum á lista þeirra landa sem talið er öruggt að senda flóttamenn til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×