Innlent

Þarfir heimamanna ráði

Svavar Hávarðsson skrifar
Löngu er orðið tímabært að kveðja gamla Herjólf.
Löngu er orðið tímabært að kveðja gamla Herjólf. Fréttablaðið/stefán
Það er eðlileg og sanngjörn krafa að siglingar Vestmannaeyjaferju lúti sömu lögmálum og annars staðar á þjóðvegum landsins. Gjaldtaka og þjónustustig á að taka mið af því.

Frétt frá árinu 1959
Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudag þar sem fjallað var sérstaklega um útboð nýrrar Vestmannaeyjaferju og rekstur hennar. Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs áttu fund með samgönguyfirvöldum í vikunni þar sem áherslu­atriði Vestmannaeyinga voru ítrekuð. Samþykkt var ályktun í þrettán liðum um væntanlegt útboð og minnt á fyrri bókanir bæjaryfirvalda um að tafarlaust verði ráðist í smíði nýrrar ferju og smíðatími hennar nýttur til að gera nauðsynlegar endurbætur á Landeyjahöfn.

Áhersluatriði bæjarstjórnar lúta að fjölmörgum atriðum varðandi ferjuna. Mesta vigt hefur grunnþjónustan sem kristallast í texta fundargerðarinnar. „Siglingar í Landeyjahöfn eru þjóðvegurinn til Eyja.“

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að langlundargeð heimamanna sé þrotið og með ólíkindum að málið, sem snýst um lögbundna skyldu ríkisins að tryggja samgöngur, sé búið að vera uppi á borði í áratug.

Áhersluatriði bæjarstjórnar lúta að fjölmörgum atriðum. Mesta vigt hefur grunnþjónustan og mikill kostnaður sem kristallast í texta fundargerðarinnar. „Siglingar í Landeyjahöfn eru þjóðvegurinn til Eyja.“

Frétt frá árinu 1976
Elliði bendir á að ferðakostnaður heimamanna sé með öllu óásættanlegur, og tekur dæmi af fjögurra manna fjölskyldu sem fer einu sinni á ári í land í gegnum Þorlákshöfn. Það kostar um hálfa milljón á ári. „Það eru meiri álögur en hægt er að búa við,“ segir Elliði og bætir við að enginn myndi sætta sig við það að ef Hvalfjarðargöngin væru lokuð þá þyrfti að greiða margfalt hærra verð fyrir að keyra um Hvalfjörð.

Hér er undir sú staðreynd að mun dýrara er að fara á milli þá mánuði sem Landeyjahöfn er lokuð vegna náttúrulegra aðstæðna. Fráleitt sé að greiða hærra verð þegar siglt er um lengri og erfiðari leið vegna náttúrulegra aðstæðna. „Frumkrafa okkar er sú að það sé eitt verð í Herjólf og við ekki látin greiða þann aukakostnað sem fellur til fyrir það eitt að ríkið getur ekki staðið undir þeim skuldbindingum sem þeir áttu við samfélagið um siglingar í Landeyjahöfn,“ segir Elliði.

Hönnun nýrrar ferju er að ljúka og komið að ákvörðun stjórnvalda um útboð á ferjunni. Annars vegar smíði hennar og hins vegar rekstri. „Með ályktun okkar er til að minna á að með nýrri ferju sé skilið við þetta ófremdarástand sem búið er að vera. Til að svo geti orðið verður að horfa til þarfa heimamanna en einhliða ákvarðanir séu ekki teknar af embættismönnum sem ekki þekkja til,“ segir Elliði.

Ný ferja – margföld afkastagetaHerjólfur hefur siglt allt að 5 ferðir á dag þegar siglt hefur verið til Landeyjahafnar. Flutningsgeta 280 bílar, 1.940 farþegar.

Innan sama tíma og fyrir mun lægri kostnað á ný ferja að getað farið allt að 8 ferðir á dag. Í þeim getur hún flutt 520 bíla og 4.400 farþega

Frétt frá árinu 1992



Fleiri fréttir

Sjá meira


×