Umbúðaruglið 1. mars 2016 07:00 Í gær fór ég í ónefnda matvörubúð að versla. Ef maður vill sniðganga allar óþarfa umbúðir og sérlega úr plasti þá er maður í vanda. Kjöt og fiskur fæst einungis í plastbökkum og þá í því magni sem hentar alls ekki einstaklingum. Hvað varð af kjötborðunum þar sem maður gat valið sér eitt kjötstykki og ákveðið auk þess hvort maður vildi fá það „bara“ í litlum plastpoka í staðinn fyrir allar þessar óþörfu umbúðir? Við kassann ofbýður mér í hvert skipti hversu margir kaupa plastpoka til að setja vörurnar í. Burtséð frá því hvað það mætti spara mikinn pening yfir árið með því að sleppa því þá eru Íslendingar að nota fleiri milljónir af plast-innkaupapokum á ári. Og plastið er hundruð ára að eyðast. Það eru til litlir og nettir fjölnotapokar sem fást meira að segja ókeypis á mörgum stöðum, til dæmis í Sorpu. Og ef menn gleyma þeim heima (ég er alltaf með slíkan í töskunni minni) þá er hægt að fá sér pappakassa í búðinni sem fer svo í bláu tunnuna. Einnig getur maður verið með góðan kassa í bílnum sínum til að raða vörunum í. En það sem mér fannst verst í þessari innkaupaferð var að sjá veitingastaðinn sem tengist búðinni. Þarna voru margir að fá sér hádegismat. Í boði var grillað svínakjöt og lyktin var vægast sagt freistandi þó að ég sé hætt að borða svínakjöt. (Það er efni í aðra grein.)Ódýrara en starfsmaður í uppvaski Afgreiðslan var þannig að allir viðskiptavinir fengu lokaðan frauðplastbakka undir þann mat sem þeir keyptu, alveg sama hvort þeir vildu borða matinn á staðnum eða taka hann með sér. Ég ímyndaði mér allt það magn af óendurvinnanlegu rusli – kannski meira en hundrað frauðplastsöskjur á hverjum degi og plasthnífapör og plastmál þar að auki. Hversu margir svartir plastpokar fara þaðan á hverjum degi í sorpið? (Ég efast um að á svona stöðum sé flokkað það sem hægt væri til endurvinnslunnar.) Tillögur mínar til að draga úr þessu eru þannig: Ekki væri mikið mál að spyrja viðskiptavinina hvort þeir vilji borða á staðnum eða taka matinn með sér. Þeir sem vilja borða á staðnum fengju pappadisk sem er miklu nettari og efnisminni en frauðplastaskja. Þegar lengra er litið þá er spurning hvort margnota diskar og hnífapör gætu komið í staðinn fyrir einnota draslið. Það þýddi að koma upp uppþvottavél og starfsmann sem vinnur við hana – atvinnuskapandi? En á meðan allt þetta einnota drasl er miklu ódýrara í innkaupum en starfsmaður í uppvaski þá komumst við ekki lengra í umhverfismálunum. Þarna stendur hnífurinn í kúnni: Hækka þyrfti verulega verðið á einnota umbúðum í innkaupum. Ég þyrfti allavega að vera nálægt því að vera hungurmorða áður en ég myndi kaupa mér mat á svona „einnota matsölustöðum“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Í gær fór ég í ónefnda matvörubúð að versla. Ef maður vill sniðganga allar óþarfa umbúðir og sérlega úr plasti þá er maður í vanda. Kjöt og fiskur fæst einungis í plastbökkum og þá í því magni sem hentar alls ekki einstaklingum. Hvað varð af kjötborðunum þar sem maður gat valið sér eitt kjötstykki og ákveðið auk þess hvort maður vildi fá það „bara“ í litlum plastpoka í staðinn fyrir allar þessar óþörfu umbúðir? Við kassann ofbýður mér í hvert skipti hversu margir kaupa plastpoka til að setja vörurnar í. Burtséð frá því hvað það mætti spara mikinn pening yfir árið með því að sleppa því þá eru Íslendingar að nota fleiri milljónir af plast-innkaupapokum á ári. Og plastið er hundruð ára að eyðast. Það eru til litlir og nettir fjölnotapokar sem fást meira að segja ókeypis á mörgum stöðum, til dæmis í Sorpu. Og ef menn gleyma þeim heima (ég er alltaf með slíkan í töskunni minni) þá er hægt að fá sér pappakassa í búðinni sem fer svo í bláu tunnuna. Einnig getur maður verið með góðan kassa í bílnum sínum til að raða vörunum í. En það sem mér fannst verst í þessari innkaupaferð var að sjá veitingastaðinn sem tengist búðinni. Þarna voru margir að fá sér hádegismat. Í boði var grillað svínakjöt og lyktin var vægast sagt freistandi þó að ég sé hætt að borða svínakjöt. (Það er efni í aðra grein.)Ódýrara en starfsmaður í uppvaski Afgreiðslan var þannig að allir viðskiptavinir fengu lokaðan frauðplastbakka undir þann mat sem þeir keyptu, alveg sama hvort þeir vildu borða matinn á staðnum eða taka hann með sér. Ég ímyndaði mér allt það magn af óendurvinnanlegu rusli – kannski meira en hundrað frauðplastsöskjur á hverjum degi og plasthnífapör og plastmál þar að auki. Hversu margir svartir plastpokar fara þaðan á hverjum degi í sorpið? (Ég efast um að á svona stöðum sé flokkað það sem hægt væri til endurvinnslunnar.) Tillögur mínar til að draga úr þessu eru þannig: Ekki væri mikið mál að spyrja viðskiptavinina hvort þeir vilji borða á staðnum eða taka matinn með sér. Þeir sem vilja borða á staðnum fengju pappadisk sem er miklu nettari og efnisminni en frauðplastaskja. Þegar lengra er litið þá er spurning hvort margnota diskar og hnífapör gætu komið í staðinn fyrir einnota draslið. Það þýddi að koma upp uppþvottavél og starfsmann sem vinnur við hana – atvinnuskapandi? En á meðan allt þetta einnota drasl er miklu ódýrara í innkaupum en starfsmaður í uppvaski þá komumst við ekki lengra í umhverfismálunum. Þarna stendur hnífurinn í kúnni: Hækka þyrfti verulega verðið á einnota umbúðum í innkaupum. Ég þyrfti allavega að vera nálægt því að vera hungurmorða áður en ég myndi kaupa mér mat á svona „einnota matsölustöðum“.
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar