Borgun á von á fimm milljörðum í peningum vegna sölunnar á Visa Europe Bjarki Ármannsson skrifar 9. febrúar 2016 17:33 Greiðslukortafyrirtækið Borgun á von á því að fá 33,9 milljónir evra, rúmlega 4,8 milljarða króna, í peningum við fullnustu sölu á Visa Europe. Vísir/Ernir Greiðslukortafyrirtækið Borgun á von á því að fá 33,9 milljónir evra, rúmlega 4,8 milljarða króna, í peningum við fullnustu sölu á Visa Europe. Fyrirtækið segist enga ástæðu hafa haft til að ætla að Landsbankinn væri grandalaus um rétt Borgunar til söluhagnaðar ef af sölu á Visa Europe yrði. Þetta kemur fram í svari Borgunar við fyrirspurn Landsbankans frá því fyrir helgi, þar sem bankinn spyr hvort upplýsingar hafi legið fyrir um rétt Borgunar til söluhagnaðar þegar kynningarfundir voru haldnir vegna fyrirhugaðrar sölu bankans á hlutum sínum í Borgun. Landsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014 en salan hefur sætt talsverðri gagnrýni að undanförnu. Hluturinn var ekki boðinn út og því ekki á allra færi að bjóða í hann. Þá setti bankinn ekki skilyrði við söluna að ef kaupum á Visa Europe yrði myndu greiðslur sem Borgun fengi renna til Landsbankans í samræmi við hlut bankans. Það gerði hann hins vegar þegar bankinn seldi 38 prósenta hlut sinn í Valitor til Arion banka þremur vikum síðar. Bankinn hefur borið því fyrir sig að hann hafi haft takmarkaðar upplýsingar um Borgun þegar eignarhluturinn var seldur. Borgun sagði í yfirlýsingu í gær að bankinn hafi haft aðgang að öllum gögnum í tengslum við söluna. Í svarinu í dag segir svo að Borgun eigi von á því að 33,9 milljónir evra í peningum við fullnustu sölunnar á Visa Europe. Sömuleiðis fái fyrirtækið forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. Borgun mun færa upp mat sitt á eignarhlut sínum í Visa Europe í lok árs 2015 um 38,6 milljónir evra, tæplega 5,5 milljarða króna.Svar Borgunar til bankans má finna í viðhengi við þessa frétt. Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31 Landsbankinn hefur ekki fengið svör frá Borgun Landsbankinn segist ekki hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður. 8. febrúar 2016 19:00 Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt Borgun Sérstakt gagnaherbergi var útbúið í tengslum við söluna á eignarhlut ríkisbankans í fyrirtækinu árið 2014. 8. febrúar 2016 11:37 Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32 Mest lesið „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Atvinnulíf Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira
Greiðslukortafyrirtækið Borgun á von á því að fá 33,9 milljónir evra, rúmlega 4,8 milljarða króna, í peningum við fullnustu sölu á Visa Europe. Fyrirtækið segist enga ástæðu hafa haft til að ætla að Landsbankinn væri grandalaus um rétt Borgunar til söluhagnaðar ef af sölu á Visa Europe yrði. Þetta kemur fram í svari Borgunar við fyrirspurn Landsbankans frá því fyrir helgi, þar sem bankinn spyr hvort upplýsingar hafi legið fyrir um rétt Borgunar til söluhagnaðar þegar kynningarfundir voru haldnir vegna fyrirhugaðrar sölu bankans á hlutum sínum í Borgun. Landsbankinn seldi rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir 2,2 milljarða til stjórnenda og hóps fjárfesta árið 2014 en salan hefur sætt talsverðri gagnrýni að undanförnu. Hluturinn var ekki boðinn út og því ekki á allra færi að bjóða í hann. Þá setti bankinn ekki skilyrði við söluna að ef kaupum á Visa Europe yrði myndu greiðslur sem Borgun fengi renna til Landsbankans í samræmi við hlut bankans. Það gerði hann hins vegar þegar bankinn seldi 38 prósenta hlut sinn í Valitor til Arion banka þremur vikum síðar. Bankinn hefur borið því fyrir sig að hann hafi haft takmarkaðar upplýsingar um Borgun þegar eignarhluturinn var seldur. Borgun sagði í yfirlýsingu í gær að bankinn hafi haft aðgang að öllum gögnum í tengslum við söluna. Í svarinu í dag segir svo að Borgun eigi von á því að 33,9 milljónir evra í peningum við fullnustu sölunnar á Visa Europe. Sömuleiðis fái fyrirtækið forgangshlutabréf í Visa Inc. og afkomutengda greiðslu árið 2020. Borgun mun færa upp mat sitt á eignarhlut sínum í Visa Europe í lok árs 2015 um 38,6 milljónir evra, tæplega 5,5 milljarða króna.Svar Borgunar til bankans má finna í viðhengi við þessa frétt.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31 Landsbankinn hefur ekki fengið svör frá Borgun Landsbankinn segist ekki hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður. 8. febrúar 2016 19:00 Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07 Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt Borgun Sérstakt gagnaherbergi var útbúið í tengslum við söluna á eignarhlut ríkisbankans í fyrirtækinu árið 2014. 8. febrúar 2016 11:37 Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32 Mest lesið „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Atvinnulíf Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira
Landsbankinn hafnar ásökunum um óheilindi við söluna á Borgun Bankinn hefur sent Alþingi greinargerð vegna sölunnar. 26. janúar 2016 18:31
Landsbankinn hefur ekki fengið svör frá Borgun Landsbankinn segist ekki hafa haft vitneskju um að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna valréttar í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe, kæmi til þess að hann yrði virkjaður. 8. febrúar 2016 19:00
Borgun metin á allt að 26 milljarða króna Kortafyrirtækið Borgun er metið á allt að 26 milljarða samkvæmt nýju virðismati sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur unnið fyrir stjórn Borgunar. 5. febrúar 2016 08:07
Landsbankinn hafði allar upplýsingar um Borgun samkvæmt Borgun Sérstakt gagnaherbergi var útbúið í tengslum við söluna á eignarhlut ríkisbankans í fyrirtækinu árið 2014. 8. febrúar 2016 11:37
Bankasýslan óskar eftir upplýsingum frá Landsbankanum Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir upplýsingum fra Landsbankanum um hvernig staðið var að sölunni á Borgun. Bref þessa efnis var sent Landsbankanum i gær. Þetta kom fram i máli Lárusar Blöndal stjórnarformanns Bankasýslunnar þegar hann mætti a fund fjárlaganefndar i morgun. 27. janúar 2016 08:32