Handbolti

Góður dagur hjá Íslendingaliðunum í Svíþjóð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tandri Már var ekki á meðal markaskorara Ricoh í dag.
Tandri Már var ekki á meðal markaskorara Ricoh í dag. vísir/anton
Tandri Már Konráðsson komst ekki á blað þegar Ricoh vann öruggan sjö marka sigur, 22-15, á Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Magnús Óli Magnússon lék ekki með Ricoh í dag en liðið er í 10. sæti deildarinnar með 13 stig.

Kristján Andrésson stýrði Guif til sigurs á Karlskrona, 19-21, á útivelli.

Þetta var fjórði sigur Guif í síðustu fimm leikjum en strákarnir hans Kristjáns eru komnir upp í 7. sæti deildarinnar með 25 stig og eru aðeins þremur stigum frá 3. sætinu.

Þá var Leó Snær Pétursson ekki á meðal markaskorara þegar Malmö vann 20-24 sigur á Alingsås á útivelli.

Malmö er búið að vinna tvo leiki í röð en Leó og félagar eru í 4. sæti deildarinnar með 27 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×