Hafdís Pála Jónasdóttir úr Keilufélagi Reykjavíkur, setti nýtt Íslandsmet þegar hún náði að spila fullkominn leik á Íslandsmóti einstaklinga í keilu sem fer fram þessa dagana í Keiluhöll Egilshallarinnar.
Hafdís Pála Jónasdóttir er fyrsta íslenska konan sem nær 300 pinnum eða að spila fullkominn leik í keilu. Hún bætti gamla metið um tíu pinna.
Sigfríður Sigurðardóttir átti metið en hún náði 290 pinna leik í Mjóddinni 9. febrúar 2004. Metið hennar var því búið að standa í næstum því tólf ár. Sigfríður varð fimm sinnum Íslandsmeistari á árunum 2004 til 2009.
Hafdís Pála Jónasdóttir hefur ekki orðið Íslandsmeistari en Ragnheiður Þorgilsdóttir úr KFR vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrra.
Forkeppnin á Íslandsmóti einstaklinga í keilu 2016 fer fram í keiluhöllinni Egilshöll um helgina en keppt er bæði í karla- og kvennaflokki.
Leiknir eru tólf leikir í forkeppni og fara tólf efstu áfram í milliriðil sem verður spilaður í Egilshöll annað kvöld kl. 19.
Úrslitin fara svo fram á sama stað kl. 19 á þriðjudaginn. Aðgangur inn í Egilshöll er ókeypis og þar fá áhugasamir frábært tækifæri til að fylgjast bestu keilurum landsins keppa um Íslandsmeistaratitilinn 2016.
Fyrsti fullkomni leikurinn hjá íslenskri konu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti



„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn



