„Förum ekki kosningabaráttu án þess að vera búin að leggja eitthvað fram um verðtrygginguna“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. febrúar 2016 12:50 Silja Dögg Gunnarsdóttir vísir/pjetur Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, segist hafa þungar áhyggjur af því að afnám verðtryggingar sé enn ekki komið á skrið. Málið sé enn á borði fjármálaráðuneytisins og að flokkurinn hafi ekki fengið neitt í hendurnar því tengdu. Hún segir flokkinn ekki reiðubúinn í kosningar að ári liðnu fari ekki að draga til einhverra tíðinda. „Við höfum mjög miklar áhyggjur og erum ekki að fara í kosningabaráttu án þess að vera búin að leggja eitthvað fram um verðtrygginguna. Það bara kemur ekki til greina,“ sagði Silja Dögg í Sprengisandi í dag, en eitt af stóru kosningaloforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var afnám verðtryggingar á neytendalánum.Eitt ár stuttur tími í pólitík Hún vísaði til skýrslu starfshóps um verðtrygginguna sem lögð var fram árið 2014 um mögulegar leiðir til afnáms verðtryggingar, eða til að draga úr vægi hennar. Verkefnið sé enn á borði fjármálaráðuneytisins. „Við höfum mjög miklar áhyggjur í okkar þingflokki, ég get alveg sagt ykkur það, af því að það sé ekkert komið fram úr fjármálaráðuneytinu. Þar er verkefnið að draga úr vægi verðtryggingar, eða afnema hana, út frá þessari skýrslu sem unnin var á sínum tíma, sem margir þekkja og við erum ekki búin að fá neitt í hendurnar. Það er rúmt ár í kosningar sem er stuttur tími í pólitík. Við erum ekki tilbúin til að fara í kosningar aftur án þess að hafa komið með neitt fyrir kjósendur um þetta, ég get bara fullyrt það.“Þingið taki málið í sínar hendur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagðist í samtali við Vísi í vikunni ætla að beita sér fyrir því að þingið taki málin í sínar hendur fari ekki að draga til tíðinda. Hann sagði þingið geta sett málið á dagskrá og afgreitt það án aðkomu ríkisstjórnarinnar. „Ef það er meirihluti fyrir því í þinginu að gera eitthvað í þessa veruna, að afnema verðtrygginguna eða slíkt, þá hefur þingið náttúrulega úrslitavaldið í því og getur haft frumkvæði og gert það. Það hefur komið fram frumvarp á vegum tveggja þingmanna úr Samfylkingunni þar sem er með mjög einföldum hætti lagt bann við nýjum verðtryggðum lánum,“ sagði hann.Viðtalið við Silju má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, segist hafa þungar áhyggjur af því að afnám verðtryggingar sé enn ekki komið á skrið. Málið sé enn á borði fjármálaráðuneytisins og að flokkurinn hafi ekki fengið neitt í hendurnar því tengdu. Hún segir flokkinn ekki reiðubúinn í kosningar að ári liðnu fari ekki að draga til einhverra tíðinda. „Við höfum mjög miklar áhyggjur og erum ekki að fara í kosningabaráttu án þess að vera búin að leggja eitthvað fram um verðtrygginguna. Það bara kemur ekki til greina,“ sagði Silja Dögg í Sprengisandi í dag, en eitt af stóru kosningaloforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var afnám verðtryggingar á neytendalánum.Eitt ár stuttur tími í pólitík Hún vísaði til skýrslu starfshóps um verðtrygginguna sem lögð var fram árið 2014 um mögulegar leiðir til afnáms verðtryggingar, eða til að draga úr vægi hennar. Verkefnið sé enn á borði fjármálaráðuneytisins. „Við höfum mjög miklar áhyggjur í okkar þingflokki, ég get alveg sagt ykkur það, af því að það sé ekkert komið fram úr fjármálaráðuneytinu. Þar er verkefnið að draga úr vægi verðtryggingar, eða afnema hana, út frá þessari skýrslu sem unnin var á sínum tíma, sem margir þekkja og við erum ekki búin að fá neitt í hendurnar. Það er rúmt ár í kosningar sem er stuttur tími í pólitík. Við erum ekki tilbúin til að fara í kosningar aftur án þess að hafa komið með neitt fyrir kjósendur um þetta, ég get bara fullyrt það.“Þingið taki málið í sínar hendur Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagðist í samtali við Vísi í vikunni ætla að beita sér fyrir því að þingið taki málin í sínar hendur fari ekki að draga til tíðinda. Hann sagði þingið geta sett málið á dagskrá og afgreitt það án aðkomu ríkisstjórnarinnar. „Ef það er meirihluti fyrir því í þinginu að gera eitthvað í þessa veruna, að afnema verðtrygginguna eða slíkt, þá hefur þingið náttúrulega úrslitavaldið í því og getur haft frumkvæði og gert það. Það hefur komið fram frumvarp á vegum tveggja þingmanna úr Samfylkingunni þar sem er með mjög einföldum hætti lagt bann við nýjum verðtryggðum lánum,“ sagði hann.Viðtalið við Silju má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Sjá meira
Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28