Enski boltinn

Gylfi um nýja stjórann: Skiljum hann á einn eða annan hátt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi hefur verið funheitur upp við mark andstæðinganna í undanförnum leikjum.
Gylfi hefur verið funheitur upp við mark andstæðinganna í undanförnum leikjum. vísir/afp
Gylfi Þór Sigurðsson var í viðtali við South Wales Evening Post á dögunum þar sem hann ræddi m.a. um nýja knattspyrnustjóra Swansea, Ítalann Francesco Guidolin.

Guidolin hefur nær eingöngu starfað í heimalandinu og talar litla ensku. Gylfi segir þó að leikmenn Swansea skilji yfirleitt það sem segir.

Sjá einnig: Gylfi enn og aftur á skotskónum | Sjáðu markið

„Enskan hans er að batna og hann kemur leiðbeiningum sínum til skila,“ sagði Gylfi í viðtalinu.

„Þótt hann geti ekki skýrt það sem hann vill með orðum, þá er hann svo líflegur á hliðarlínunni að það fer ekki á milli mála hvort hann sé sáttur með gang mála eða ekki. Hann hefur komið með ítölsk áhrif inn í félagið og er mjög taktískt sterkur.“

Sjá einnig: Gylfi kom nýgiftum stuðningsmanni Swansea á óvart | Myndband

Guidolin er taplaus sem stjóri Swansea en liðið hefur unnið einn leik og gert tvö jafntefli í þeim þremur leikjum sem hann hefur stýrt Svönunum í. Og það sem meira er, þá hefur Gylfi skorað í öllum þessum leikjum.

Viðtalið við Gylfa má lesa með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×