Jiangsu losaði sig við Sölva og Viðar og keypti tvo leikmenn fyrir 12 milljarða Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. febrúar 2016 08:45 Alex Teixeira fór ekki til Liverpool heldur Kína. vísir/getty Jiangsu Suning, liðið sem íslensku landsliðsmennirnir Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu með á síðustu leiktíð, er búið að ganga frá kaupum á Brasilíumanninum Alex Teixeira. Kínverska félagið borgar 50 milljónir evra eða því sem nemur sjö milljörðum íslenskra króna fyrir þennan 26 ára gamla Brassa sem hefur spilað frábærlega fyrir Shakhtar Donetsk í Úkraínu undanfarin ár. Jiangsu Suning hefur heldur betur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum á síðustu dögum eftir að það seldi Viðar Örn Kjartansson og Sölva Geir Ottesen til að búa til pláss fyrir leikmenn utan Kína. Kínverska félagið keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea undir lok félagaskiptagluggans á Englandi fyrir 33 milljónir evra og er því í heildina búið að eyða 83 milljónum evra eða tólf milljörðum íslenskra króna í tvo nýja leikmenn á síðustu fimm dögum. Liðin í kínversku úrvalsdeildinni mega aðeins vera með fimm leikmenn sem ekki eru kínverskir í sínum röðum og einn þeirra þarf að vera frá öðru Asíulandi. Aðeins fjórir erlendir mega vera inn á í einu en þetta er gert til að efla þróun kínverskra fótboltamanna. Gríðarlegir peningar eru komnir í kínversku deildina en í vikunni var Jackson Martínez, kólumbíski framherjinn, keyptur fyrir 42 milljónir evra frá Atlético Madríd til meistaraliðs Guangzhou Evergrande. Liverpool reyndi að fá Teixeira í janúarglugganum og gerði Shakhtar nokkur tilboð sem öllum var hafnað. Enska félagið gat ekki keppt við ofurtilboð Jiangsu. Jiangsu Suning hafnaði í áttunda sæti kínversku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og varð bikarmeistari með Viðar Örn og Sölva Geir innanborðs. Viðar Örn var seldur til sænska stórliðsins Malmö en Sölvi færði sig niður í kínversku B-deildina. Fótbolti Tengdar fréttir Sölvi Geir skiptir um lið í Kína Spilar með Wuhann Zall í kínversku B-deildinni á næstkomandi leiktíð. 4. febrúar 2016 13:04 Keyptur fyrir samtals ellefu milljarða með 202 daga millibili Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans. 3. febrúar 2016 08:00 Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45 Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira
Jiangsu Suning, liðið sem íslensku landsliðsmennirnir Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu með á síðustu leiktíð, er búið að ganga frá kaupum á Brasilíumanninum Alex Teixeira. Kínverska félagið borgar 50 milljónir evra eða því sem nemur sjö milljörðum íslenskra króna fyrir þennan 26 ára gamla Brassa sem hefur spilað frábærlega fyrir Shakhtar Donetsk í Úkraínu undanfarin ár. Jiangsu Suning hefur heldur betur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum á síðustu dögum eftir að það seldi Viðar Örn Kjartansson og Sölva Geir Ottesen til að búa til pláss fyrir leikmenn utan Kína. Kínverska félagið keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea undir lok félagaskiptagluggans á Englandi fyrir 33 milljónir evra og er því í heildina búið að eyða 83 milljónum evra eða tólf milljörðum íslenskra króna í tvo nýja leikmenn á síðustu fimm dögum. Liðin í kínversku úrvalsdeildinni mega aðeins vera með fimm leikmenn sem ekki eru kínverskir í sínum röðum og einn þeirra þarf að vera frá öðru Asíulandi. Aðeins fjórir erlendir mega vera inn á í einu en þetta er gert til að efla þróun kínverskra fótboltamanna. Gríðarlegir peningar eru komnir í kínversku deildina en í vikunni var Jackson Martínez, kólumbíski framherjinn, keyptur fyrir 42 milljónir evra frá Atlético Madríd til meistaraliðs Guangzhou Evergrande. Liverpool reyndi að fá Teixeira í janúarglugganum og gerði Shakhtar nokkur tilboð sem öllum var hafnað. Enska félagið gat ekki keppt við ofurtilboð Jiangsu. Jiangsu Suning hafnaði í áttunda sæti kínversku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og varð bikarmeistari með Viðar Örn og Sölva Geir innanborðs. Viðar Örn var seldur til sænska stórliðsins Malmö en Sölvi færði sig niður í kínversku B-deildina.
Fótbolti Tengdar fréttir Sölvi Geir skiptir um lið í Kína Spilar með Wuhann Zall í kínversku B-deildinni á næstkomandi leiktíð. 4. febrúar 2016 13:04 Keyptur fyrir samtals ellefu milljarða með 202 daga millibili Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans. 3. febrúar 2016 08:00 Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45 Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira
Sölvi Geir skiptir um lið í Kína Spilar með Wuhann Zall í kínversku B-deildinni á næstkomandi leiktíð. 4. febrúar 2016 13:04
Keyptur fyrir samtals ellefu milljarða með 202 daga millibili Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans. 3. febrúar 2016 08:00
Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45
Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Landsliðsframherjinn talaði við Kára Árnason áður en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö. 27. janúar 2016 15:00
Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30