Handbolti

Róbert aftur til Árósa

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Róbert Gunnarsson í leik gegn Noregi á EM.
Róbert Gunnarsson í leik gegn Noregi á EM. vísir/valli
Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, er á leið til Århus Håndbold í sumar, samkvæmt heimildum TV2 í Danmörku. Samningaviðræður eru sagðar ganga vel.

Róbert hefur leikið undanfarin þrjú ár með franska stórliðinu Paris Saint-Germain, en hefur fengið lítið að spila á þessari leiktíð.

Fram kemur í frétt TV2 að Róbert sé vafalítið vinsælasti leikmaður Árósaliðsins í sögu þess, en hann spilaði með því í dönsku úrvalsdeildinni veturinn 2004/2005.

Róbert skoraði 241 mark það tímabilið og var markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar auk þess sem hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar að tímabilinu loknu.

Frá Árósum frá Róbert til Gummersbach í Þýskalandi og þaðan til Rhein-Neckar Löwen áður en hann samdi við stórlið PSG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×