„Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2016 10:33 Árni Johnsen hefur verið ötull talsmaður þess að göng verði grafin til Vestmannaeyja. Nú vill hann styttri og minni göng til að endurheimta "stórkostlegt útivistarsvæði“. Vísir/GVA Árni Johnsen, Vestmannaeyingur og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leiðir áhugahóp sem leggur til að boruð verði sjötíu metra löng göng í Heimaklett á Heimaey í Vestmannaeyjum. Er lagt til að þau yrðu 4 metrar á breidd og sömuleiðis á hæð og færu um grasbrekkuna Neðri Kleifar til að gera fólki mögulegt að komast að Löngu. „Langan í Vestmannaeyjahöfn er stórkostlegt útivistarsvæði,“ segir Árni í samtali við Vísi. Þar hafi á árum áður verið baðströnd og sandbrekka en þar sé nú grasbrekka. „Höfnin varð skítug á síðustu öld vegna þess að það fór skólp frá vinnslustöð í höfnina. Nú er það löngu breytt og hún orðin tær og fín aftur.“ Tillagan var tekin fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja á mánudag. Óska Árni og félagar eftir að ráðið hrindi af stað skipulagslegri úttekt á málinu.Mynd/Daníel SteingrímssonÍ bókun ráðsins kemur fram að ráðið sé hlynnt því að aðgengi út í Löngu verði bætt. Ráðið þakkar áhugahópnum fyrir erindið og óskar, í ljósi umfangs og inngripa í náttúruna, eftir því að áhugahópurinn leggi fram frekari gögn. Nefna þau staðfesta kostnaðaráætlun, fjármögnunarleiðir og framkvæmdaáætlun. Þá felur ráðið skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra sviðsins að ræða við bréfaritara og taka í framhaldi saman minnisblað um þá valkosti sem mögulegir eru varðandi bætt aðgengi að Löngu. Árni segir að hugmyndin um göngin sé ekki ný af nálinni en nú sé vonandi loksins komið að því að framkvæma hana. Heimakletturinn er móbergsstapi og minnir Árni á að göngin séu aðeins sjötíu metra löng og „eins og ein lundahola í viðbót í Heimaklett.“ Hann segir grófa hugmynd um kostnað liggja fyrir en vildi ekki deila þeim upplýsingum með blaðamanni að svo stöddu. Greinilegt er á Árna að hann er mjög spenntur fyrir því að aðgengi undir Löngu verði bætt. „Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca.“ Aðspurður hvort hann færi fyrir stórum hópi fólks svaraði Árni: „Þetta er hópur.“ Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Árni Johnsen, Vestmannaeyingur og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leiðir áhugahóp sem leggur til að boruð verði sjötíu metra löng göng í Heimaklett á Heimaey í Vestmannaeyjum. Er lagt til að þau yrðu 4 metrar á breidd og sömuleiðis á hæð og færu um grasbrekkuna Neðri Kleifar til að gera fólki mögulegt að komast að Löngu. „Langan í Vestmannaeyjahöfn er stórkostlegt útivistarsvæði,“ segir Árni í samtali við Vísi. Þar hafi á árum áður verið baðströnd og sandbrekka en þar sé nú grasbrekka. „Höfnin varð skítug á síðustu öld vegna þess að það fór skólp frá vinnslustöð í höfnina. Nú er það löngu breytt og hún orðin tær og fín aftur.“ Tillagan var tekin fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja á mánudag. Óska Árni og félagar eftir að ráðið hrindi af stað skipulagslegri úttekt á málinu.Mynd/Daníel SteingrímssonÍ bókun ráðsins kemur fram að ráðið sé hlynnt því að aðgengi út í Löngu verði bætt. Ráðið þakkar áhugahópnum fyrir erindið og óskar, í ljósi umfangs og inngripa í náttúruna, eftir því að áhugahópurinn leggi fram frekari gögn. Nefna þau staðfesta kostnaðaráætlun, fjármögnunarleiðir og framkvæmdaáætlun. Þá felur ráðið skipulagsfulltrúa og framkvæmdastjóra sviðsins að ræða við bréfaritara og taka í framhaldi saman minnisblað um þá valkosti sem mögulegir eru varðandi bætt aðgengi að Löngu. Árni segir að hugmyndin um göngin sé ekki ný af nálinni en nú sé vonandi loksins komið að því að framkvæma hana. Heimakletturinn er móbergsstapi og minnir Árni á að göngin séu aðeins sjötíu metra löng og „eins og ein lundahola í viðbót í Heimaklett.“ Hann segir grófa hugmynd um kostnað liggja fyrir en vildi ekki deila þeim upplýsingum með blaðamanni að svo stöddu. Greinilegt er á Árna að hann er mjög spenntur fyrir því að aðgengi undir Löngu verði bætt. „Á góðum dögum er Langan tvöföld Mallorca.“ Aðspurður hvort hann færi fyrir stórum hópi fólks svaraði Árni: „Þetta er hópur.“
Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira