Erlent

Starfs­fólki Kaup­manna­hafnar­há­skóla fækkar um 532

Atli Ísleifsson skrifar
Kaupmannahafnarháskóli.
Kaupmannahafnarháskóli. Vísir/getty
Kaupmannahafnarháskóli hefur ákveðið að segja upp eða fækka stöðugildum um alls 532. Starfsfólki skólans mun því fækka um sjö prósent.

Háskólinn greinir frá þessu í fréttatilkynningu sem send var út í morgun.

Uppsagnirnar koma til vegna yfirvofandi niðurskurðar þar sem fjárveitingum til háskólans munu dragast saman um 300 milljónir danskra króna, um 5,7 milljarða króna, samkvæmt fjárlögum dönsku ríkisstjórnarinnar.

Ralf Hemmingsen, rektor skólans, segir að niðurskurðurinn muni meðal annars fela í sér að stöður doktorsnema muni fækka um tíu prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×