Erlent

50 þúsund manns veðurtepptir í Kína

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá lestarstöðinni í Guangsjú í dag.
Frá lestarstöðinni í Guangsjú í dag. Vísir/EPA
Óvenju mikil snjókoma hefur sett almenningsamgöngur úr skorðum í suðurhluta Kína. Þar hafa tugir þúsunda setið fastir á og við lestarstöð í Guangsjú-héraði frá því í gær, að sögn yfirvalda.

Snjókoman hittir sérstaklega illa á að því leytinu til að nýárshátíðarhöld Kínverja ganga brátt í garð en þá ferðast alla jafna hundruð milljóna manna úr borgum til heimabæja sinna. Búist er við að um þrjár milljónir lestar- og flugferða verði farnar um hátíðarnar.

Að því er breska ríkisútvarpið greinir frá náði fjöldi þeirra sem biðu fyrir utan Guangsjú-lestarstöðina eftir því að komast um borð í lest upp í nærri hundrað þúsund manns í gærkvöldi. Í dag sátu enn um fimmtíu þúsund manns fastir fyrir utan stöðina og biðu eftir lestum sem áttu að vera fyrir löngu komnar.

Lögregla á svæðinu segir að 5,200 lögregluþjónar séu á vettvangi til að halda uppi reglu. Farþegar eru kvattir til þess að bíða heima hjá sér og fylgjast með upplýsingum um lestarferðir sínar á netinu í stað þess að fara og bíða á lestarstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×