Lagið Sorry með Justin Bieber er eitt vinsælasta lag heims í dag. Eins og flestir vita þá mun Bieber halda tónleika hér á landi þann 8. og 9. september í Kórnum.
Á Facebook-síðu Uncle Awesome hefur verið sett saman myndband þar sem hægt er að sjá Barack Obama taka lagið Sorry. Lagið er klippt saman með orðum Obama og er útkoman nokkuð spaugileg.