Atli hættir við að endurheimta réttindin Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. febrúar 2016 10:03 Atli uppfyllti skilyrði ráðuneytisins um uppreist æru. Vísir/NFS Lögfræðingurinn Atli Helgason hefur dregið til baka beiðni sína um að fá lögmannsréttindi sín á ný. Hann var sviptur þeim ótímabundið þegar hann fékk 16 ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni. Sem kunnugt er fékk hann uppreist æru á dögunum og sótti í kjölfarið um lögmannsréttindi á nýjan leik. Málflutningur í málinu átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en ríkissaksóknari hafði lagst gegn því að Atli fengi réttindin aftur. Málflutningurinn fór hins vegar aldrei fram þar sem Atli lagði fram eftirfarandi bókun: „Sóknaraðili, Atli Helgason, telur að starfsréttindi hans sem lögmaður sé minna virði en þær þjáningar aðstandenda sem umfjöllun um málið hefur endurvakið. Því hefur Atli afráðið að afturkalla, að svo stöddu, ósk sína um niðurfellingu réttindasviptingar.“ Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, gerði engar athugasemdir og var málið látið niður falla. Mikil umræða spratt upp í þjóðfélaginu í kjölfar þess að út spurðist að Atli ætlaði að endurheima réttindin. Kom ákvörðunin fjölskyldu Einars Arnar í opna skjöldu og sagði Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar, að Atli hefði aldrei sýnt merki neinnar iðrunar. Tíðindin væru sem blaut tuska í andlit fjölskyldunnar. Tengdar fréttir Ísland í dag: Segir Atla aldrei hafa sýnt iðrun „Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir faðir Einars Arnar. 19. janúar 2016 20:00 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Ákæruvaldið leggst gegn því að Atli fái lögmannsréttindi á ný Atli Helgason var sviptur lögmannsréttindum þegar hann var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp árið 2001. 20. janúar 2016 15:55 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Lögfræðingurinn Atli Helgason hefur dregið til baka beiðni sína um að fá lögmannsréttindi sín á ný. Hann var sviptur þeim ótímabundið þegar hann fékk 16 ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni. Sem kunnugt er fékk hann uppreist æru á dögunum og sótti í kjölfarið um lögmannsréttindi á nýjan leik. Málflutningur í málinu átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en ríkissaksóknari hafði lagst gegn því að Atli fengi réttindin aftur. Málflutningurinn fór hins vegar aldrei fram þar sem Atli lagði fram eftirfarandi bókun: „Sóknaraðili, Atli Helgason, telur að starfsréttindi hans sem lögmaður sé minna virði en þær þjáningar aðstandenda sem umfjöllun um málið hefur endurvakið. Því hefur Atli afráðið að afturkalla, að svo stöddu, ósk sína um niðurfellingu réttindasviptingar.“ Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, gerði engar athugasemdir og var málið látið niður falla. Mikil umræða spratt upp í þjóðfélaginu í kjölfar þess að út spurðist að Atli ætlaði að endurheima réttindin. Kom ákvörðunin fjölskyldu Einars Arnar í opna skjöldu og sagði Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar, að Atli hefði aldrei sýnt merki neinnar iðrunar. Tíðindin væru sem blaut tuska í andlit fjölskyldunnar.
Tengdar fréttir Ísland í dag: Segir Atla aldrei hafa sýnt iðrun „Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir faðir Einars Arnar. 19. janúar 2016 20:00 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Ákæruvaldið leggst gegn því að Atli fái lögmannsréttindi á ný Atli Helgason var sviptur lögmannsréttindum þegar hann var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp árið 2001. 20. janúar 2016 15:55 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Ísland í dag: Segir Atla aldrei hafa sýnt iðrun „Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir faðir Einars Arnar. 19. janúar 2016 20:00
Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55
Ákæruvaldið leggst gegn því að Atli fái lögmannsréttindi á ný Atli Helgason var sviptur lögmannsréttindum þegar hann var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp árið 2001. 20. janúar 2016 15:55