Lars og Eiður Smári virða ákvörðun Arons að velja Bandaríkin Tómas Þór Þóraðrson skrifar 1. febrúar 2016 07:45 Aron Jóhannsson spilar í Evrópu og tók því ekki þátt í leiknum í gær. Þá er hann líka meiddur. vísir/getty Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er ekkert svekktur út í Aron Jóhannsson fyrir að hafa valið bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska fyrir þremur árum síðan. Aron, sem fæddist í Bandaríkjunum en ólst upp í Grafarvogi í Reykjavík, stóð frammi fyrir erfiðu vali sumarið 2013 og valdi á endanum að spila fyrir Bandaríkin. Það skilaði honum ferð á HM 2014 þar sem hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik. „Maður verður að virða ákvörðun leikmanns sem er með tvö vegabréf. Ég talaði nokkrum sinnum við hann þegar hann var að velja og mér fannst það augljóst hvað hann vildi þannig ég óskaði honum bara alls hin besta,“ sagði Lars í viðtali við ESPN fyrir landsleik Bandaríkjanna og Íslands sem fram fór í Carson í Kaliforníu í gærkvöldi. Ekki voru allir Íslendingar sáttir við ákvörðun Arons, en Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður karlalandslisðins frá upphafi, er ánægður fyrir hönd íslenska Bandaríkjamannsins. „Hann er frábær strákur. Hann virkar mjög ánægður og stoltur að spila fyrir Bandaríkin og það er það sem skiptir máli. Hann spilaði líka á HM. Ég vona svo sannarelga að hann hafi notið þeirrar reynslu og vonandi á hann langan feril fram undan,“ sagði Eiður Smári. Íslenska landsliðið komst ekki á HM 2014 eins og Aron gerði með bandaríska landsliðinu, en strákarnir okkar verða þó í fyrsta sinn á stórmóti í sumar þegar þeir mæta til leiks á EM 2016 í Frakklandi. Eiður Smári viðurkenndi að Aron hefði komi að góðum notum á EM, en Lars gat ekki annað en skotið létt á Fjölnismanninn fyrrverandi. „Þegar við töluðum saman taldi hann sitt besta tækifæri á að komast á stórmóti væri með Bandaríkjunum. Hann hafði ekki alveg rétt fyrir sér þar,“ sagði Lars Lagerbäck. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er ekkert svekktur út í Aron Jóhannsson fyrir að hafa valið bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska fyrir þremur árum síðan. Aron, sem fæddist í Bandaríkjunum en ólst upp í Grafarvogi í Reykjavík, stóð frammi fyrir erfiðu vali sumarið 2013 og valdi á endanum að spila fyrir Bandaríkin. Það skilaði honum ferð á HM 2014 þar sem hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik. „Maður verður að virða ákvörðun leikmanns sem er með tvö vegabréf. Ég talaði nokkrum sinnum við hann þegar hann var að velja og mér fannst það augljóst hvað hann vildi þannig ég óskaði honum bara alls hin besta,“ sagði Lars í viðtali við ESPN fyrir landsleik Bandaríkjanna og Íslands sem fram fór í Carson í Kaliforníu í gærkvöldi. Ekki voru allir Íslendingar sáttir við ákvörðun Arons, en Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður karlalandslisðins frá upphafi, er ánægður fyrir hönd íslenska Bandaríkjamannsins. „Hann er frábær strákur. Hann virkar mjög ánægður og stoltur að spila fyrir Bandaríkin og það er það sem skiptir máli. Hann spilaði líka á HM. Ég vona svo sannarelga að hann hafi notið þeirrar reynslu og vonandi á hann langan feril fram undan,“ sagði Eiður Smári. Íslenska landsliðið komst ekki á HM 2014 eins og Aron gerði með bandaríska landsliðinu, en strákarnir okkar verða þó í fyrsta sinn á stórmóti í sumar þegar þeir mæta til leiks á EM 2016 í Frakklandi. Eiður Smári viðurkenndi að Aron hefði komi að góðum notum á EM, en Lars gat ekki annað en skotið létt á Fjölnismanninn fyrrverandi. „Þegar við töluðum saman taldi hann sitt besta tækifæri á að komast á stórmóti væri með Bandaríkjunum. Hann hafði ekki alveg rétt fyrir sér þar,“ sagði Lars Lagerbäck.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Sjá meira