Erlent

Einhleypir aldrei fleiri

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Nær þriðji hver Dani er skráður einhleypur. Þetta er mesti fjöldi síðan skráningar hófust fyrir 30 árum. Konur hafa í gegn um árin verið í meirihluta einhleypra.

Flestir einhleypra á aldrinum 30 til 49 ára búa í stærstu borgunum.

Meðalaldur einhleypra kvenna er 54 ár en karla 46 ár. Ein af skýringunum er sögð sú að konur séu oft í sambúð með körlum sem eru eldri en þær.

Til einhleypra teljast bæði karlar og konur sem eru ýmist barnlaus eða eiga börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×