Erlent

Lögregluþjónar láta glæpamenn heyra það

Samúel Karl Ólason skrifar
Clay Higgins og aðrir lögreglumenn og samfélagsleiðtogar.
Clay Higgins og aðrir lögreglumenn og samfélagsleiðtogar.
Darren Cater, heldur þú að þessir menn séu hræddir við ómenntaðan, 60 kílóa aumingja eins og þig, sem hefur aldrei unnið sanngjarnan slag á ævinni og heldur á byssunni þinni á hlið? Ég skal mæta þér hvenær og hvar sem er.“

Þetta eru skilaboð kapteinsins Clay Higgins til foringja glæpagengis í Louisiana í Bandaríkjunum. Lögreglan þar birti nýverið myndband þar sem Higgins lætur Gremlins heyra það og hvetur íbúa til að koma fram með upplýsingar um meðlimi gengisins.

Í myndbandinu er Higgins þungvopnaður og að baki honum standa fjöldi lögregluþjóna og samfélagsleiðtogar í Louisiana.

„Við lyftum ketilbjöllum sem eru þyngri en þú,“ segir Higgins.

Samkvæmt héraðsmiðlum ytra hófst átak gegn genginu fyrir einu og hálfu ári. Tíu meðlimir þess hafa verið handteknir en enn eru sjö eftirlýstir. Þeir eru allir nafngreindir í myndbandinu.

Meðlimir Gremlins hafa verið sakaðir um morð, þjófnað og ýmsa aðra glæpi og hafa vitni oft verið hrædd við að stíga fram. Higgins endar myndbandið á skilaboðum til Gremlins.

„Ef ykkur líkar ekki við það sem ég hef sagt hér, hef ég ein skilaboð til ykkar. Ég er auðfundinn.“

KATC.com | Continuous News Coverage | Acadiana-Lafayette
Higgins hefur margsinnis komið fram í sjónvarpi. Samkvæmt Daily Beast er hann þekktur sem „Cajun country John Wayne“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×