Erlent

Íbúar Naíróbí áhyggjufullir vegna ljóna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Starfsmaður þjóðgarðsins á gangi í leit að ljónunum með deyfibyssu.
Starfsmaður þjóðgarðsins á gangi í leit að ljónunum með deyfibyssu. Vísir/AFP
Foreldrum hefur verið ráðlagt að halda börnum sínum innandyra á meðan ljóna úr Naíróbí þjóðgarðinum er leitað. Nokkur ljón sluppu úr þjóðgarðinum að næturlagi og héldu í átt til höfuðborgarinnar í Kenía.

Tekist hefur að klófesta ljónynju og tvo ljónsunga hennar auk þess sem talið er að tvö ljón til viðbótar hafi sjálf haldið aftur í þjóðgarðinn. Ekki liggur fyrir nákvæmur fjöldi ljónanna sem eru utan þjóðgarðsins.

Íbúar hafa verið beðnir um að hringja í gjaldfrjálst númer verði þeir varir við ljón. BBC greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×