Erlent

Svæfðu mann með hálstaki og rændu hann

Samúel Karl Ólason skrifar
Tveir þjófar brutust á dögunum inn á skrifstofu í London um hábjartan dag. Þar svæfðu þeir mann með því að taka hann hálstaki og rændu dýru Rolex gullúri af honum. Lögreglan í London birti í dag myndband af atvikinu og hafa þeir beðið íbúa borgarinnar um hjálp við að bera kennsl á þá.

Fórnarlamb mannanna er 46 ára gamall og eftir að þeir svæfðu hann var honum kastað í gólfið þar sem hann lá skjálfandi. Úrið sem mennirnir rændu er um 2,75 milljón króna virði.

Samkvæmt Sky News telur lögreglan að ræningjarnir hafi valið manninn sérstaklega til þess að stela af honum úrinu. Eftir ránið var þeim ekið á brott af karli og konu.

Thugs caught on CCTV choking a man unconscious for his Rolex watch[Warning: The video contains content some may find...

Posted by Metropolitan Police Service on Thursday, February 18, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×