Handbolti

Ólafi hampað fyrir frábæra frumraun í Meistaradeildinni | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur Guðmundsson er að spila frábærlega með Kristianstad.
Ólafur Guðmundsson er að spila frábærlega með Kristianstad. mynd/kristianstad
Handboltamaðurinn Ólafur Guðmundsson hefur vart stigið feilspor síðan hann gekk aftur í raðir sænska liðsins Kristianstad frá Hannover-Burgdorf í Þýskalandi undir lok síðasta árs.

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur farið á kostum með sænska liðinu sem er lang efst í sænsku úrvalsdeildinni og að gera stórgóða hluti í Meistaradeildinni þar sem liðið mætir sumum af bestu liðum Evrópu í hverri viku.

Ólafur spilaði sinn fyrsta Meistaradeildarleik á dögunum eftir að hann sneri aftur til Kristianstad þegar sænska liðið tók á móti pólska stórveldinu Kielce.

Ólafur var frábær í frumraun sinni og skoraði sjö mörk, en Kristianstad náði í jafntefli á móti pólska stórliðinu. Það á enn möguleika á að komast í 16 liða úrslitin.

Fraumraun FH-ingsins er tekin fyrir á heimasíðu Meistaradeildarinnar þar sem Ólafur er lofaður í hástert og þá má sjá mörkin sem hann skoraði í leiknum.

Þessa stuttu umfjöllun má sjá í spilaranum hér að neðan.

ehfTV Wanted - Olafur Gudmundsson | Round 11 | VELUX EHF Champ...

Olafur Gudnumdsson made his VELUX EHF Champions League debut in Round 11 and what a debut!The 25-year-old Icelander was banging in goals from the back court for IFK Kristianstad as they secured a thrilling draw against Vive Tauron Kielce.

Posted by EHF Champions League on Thursday, February 18, 2016

Tengdar fréttir

Ólafur sterkur í góðu jafntefli

Landsliðsmaðurinn Ólafur Andrés Guðmundsson átti magnaðan leik er lið hans, Kristianstad, nældi í sterkt jafntefli gegn pólska stórliðinu Kielce í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×