Erlent

Ösku espressó­könnu­mógúls komið fyrir í espressó­könnu í út­förinni

Atli Ísleifsson skrifar
Renato Bialetti er látinn.
Renato Bialetti er látinn. Mynd/Getty
Ösku hins 93 ára Renato Bialetti var komið fyrir í stærðarinnar espressókönnu í útför hans sem fram fór í heimabæ hans Montebuglio, norður af Mílanó fyrr í vikunni.

Bialetti hagnaðast mikið á sölu á espressókönnunum, eða mokkakönnum, sem faðir hans Alfonso hannaði árið 1933.

La Stampa greinir frá því að Alfonso, Antonella og Alessandra, börn Renato, hafi ákveðið að heiðra störf föður síns með því að koma ösku hans fyrir stærri gerðinni af mokkakönnu Bialetti-fjölskyldunnar.

Útförin fór fram í kaþólskri kirkju og voru gestir um tvö hundruð talsins. Öskunni var síðar komið fyrir í grafhýsi fjölskyldunnar í bænum Omegna, skammt frá Montebuglio.

Lögun mokkakönnunar er einstök og hefur að geyma teiknaða mynd af manni með yfirvaraskegg, en Renato ku vera fyrirmyndin.

Áætlað er að um 300 milljónir slíkra mokkakanna hafi verið seldar í heiminum.

Bialetti-fjölskyldan seldi fyrirtækið sitt árið 1986, en könnurnar eru nú framleiddar í Rúmeníu.

Að neðan má sjá myndband úr kirkjunni og espressókönnunni góðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×