Erlent

Þrír látnir í óveðri sem gengur yfir Skotland

Atli ísleifsson skrifar
Mikið óveður gengur nú yfir Bretland.
Mikið óveður gengur nú yfir Bretland. Vísir/AFP
Mikið óveður gengur nú yfir Bretland þar sem þrír fjallgöngumenn hafa látið lífið í Skotlandi. Tveggja manna er saknað.

Í frétt BBC um málið segir að tveir menn á áttræðisaldri hafi látið lífið á ferðum sínum í skoska fjalllendinu Southern Uplands. Hlúð er að félaga mannanna á sjúkrahúsi.

Þá fórst maður í snjóflóði á fjallinu Creag Meagaidh, suður af Loch Ness.

Ungs pars er einnig saknað en það var í göngu á Ben Nevis, hæsta fjalli Bretlands.

Aðstæður til björgunar eru erfiðar í fjallinu og hefur björgunarlið tímabundið neyðst til að hætta leitinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×