Erlent

Gróður sem hrekst með vindi veldur miklum usla í áströlskum bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Margir hafa kennt bónda í nágrenninu um ófremdarástandið þar sem hann hefur vanrækt að hirða hestarétt sína.
Margir hafa kennt bónda í nágrenninu um ófremdarástandið þar sem hann hefur vanrækt að hirða hestarétt sína. Vísir/AFP
Gróður sem hrekst með vindi (e. tumbleweed) hefur valdið miklum usla þar sem hann hefur lagst yfir heilu göturnar og lóðirnar í ástralska bænum Wangaratta í norðausturhluta landsins.

Miklir þurrkar hafa verið á svæðinu sem hafa leitt til að gróðurinn losnar og hrekst með vindi.

Íbúar hafa neyðst til að verja nokkrum klukkustundum á dag til að hreinsa gróðurinn þar sem hann hefur sums staðar náð alla leið upp á þak húsa.

Margir hafa kennt bónda í nágrenninu um ófremdarástandið þar sem hann hefur vanrækt að hirða hestarétt sína.

Í frétt BBC um málið hefur fram að íbúar hafi fengið þau svör frá yfirvöldum að engin aðstoð muni berast þaðan þar sem ekki stafi sérstök brunahætta af gróðrinum.

Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×