Erlent

World Press Photo: Þetta eru bestu fréttaljósmyndir ársins

Atli Ísleifsson skrifar
Á verðlaunamyndinni má sjá föður sem réttir öðrum manni barn sitt undir gaddavír á landamærum Serbíu og Ungverjalands á síðasta ári.
Á verðlaunamyndinni má sjá föður sem réttir öðrum manni barn sitt undir gaddavír á landamærum Serbíu og Ungverjalands á síðasta ári. Mynd/Warren Richardson
Ástralski ljósmyndarinn Warren Richardson hlaut í dag verðlaun fyrir bestu fréttaljósmynd ársins hjá World Press Photo.

Á verðlaunamyndinni má sjá föður sem réttir öðrum manni barn sitt undir gaddavír á landamærum Serbíu og Ungverjalands á síðasta ári.

Verðlaunin þykja þau eftirsóttustu meðal fréttaljósmyndara og lýsa fulltrúar í dómnefndinni lýsa myndinni sem sérstaklega ásækinni.

Um 83 þúsund ljósmyndir voru sendar inn í keppnina, en verðlaun voru afhent í mismunandi flokkum.

1. sæti í flokknum Samtíðarmál (e. Contemporary Issues)

Samtíðarmál. Mengun í borginni Tianjin í norðurhluta Kína.Mynd/Zhang Lei
1. sæti í flokknum Daglegt líf (e. Daily Life)

Daglegt líf. Kínverskur maður dregur þríhjól nærri kolaveri í Shanxi í Kína.Mynd/Kevin Frayer
1. sæti í flokknum Almennar fréttir (e. General News)

 

 

Almennar fréttir. Læknir ber smyrsl á brunasár Jakobs, sextán ára vígamanns ISIS fyrir framan mynd af Abdullah Öcalan, leiðtoga Kúrda, á sjúkrahúsi í bænum Hasaka í Sýrlandi.Mynd/Mauricio Lima
1. sæti í flokknum Langtímaverkefni (e. Long--term projects)

 

Langtímaverkefni: Þrýst var á bandaríska hermanninn Natasha Schuette að tilkynna ekki árás sem hún varð fyrir af hendi liðsstjóra hennar á ætlingu í Fort Jackson í Suður-Karólínu.Mynd/Mary F. Calvert
1. sæti í flokknum Náttúra (e. Nature)

 

Náttúra. Magnað skýjafar á Bondi Beach í Suður-Afríku.Mynd/Rohan Kelly
1. sæti í flokknum Fólk (e. People).

 

Fólk. Barn í regnkápu bíður í röð í flóttamannabúðum í Preševo í Serbíu.Mynd/Matic Zorman
1. sæti í flokknum Íþróttir (e. Sports)

 

Íþróttir. Tékkneski skíðakappinn Ondrej Bank dettur á skíðamóti í Beaver Creek í Colorado.Mynd/Christian Walgram
Skoða má fleiri myndir á vef World Press Photo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×