Dregur í efa að vopnahléi verði komið á Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2016 23:35 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Vísir/AFP Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, dregur í efa að hægt verði að koma á vopnahléi í lok vikunnar. Þjóðarleiðtogar stungu upp á því á fundi sínum í Munchen á föstudaginn. Forsetinn segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn sín, en þar að auki þurfi meira til. „Vopnahlé verður að fela í sér að hryðjuverkamenn hætti að styrkja stöðu sína. Færa til vopn, búnað og hryðjuverkamenn. Þeir mega ekki styrkja stöðu sína,“ sagði hann í ríkissjónvarpi Sýrlands nú í kvöld. Samkvæmt AFP er þetta í fyrsta sinn sem hann tjáir sig um vopnahléið. Umræddu vopnahléi er ætlað að hjálpa til við að koma friðarviðræðum af stað. Viðræður um það virðast þó hafa haft öfug áhrif, þar sem allir aðilar virðast nú keppast um að styrkja stöðu sína svo þeir hafi meira vægi í hugsanlegum friðarviðræðum. Fregnir af loftárásum hafa heyrst í gífurlegu mæli og hafa fjölmörg þorp skipt um eigendur. Að mestu virðast átökin eiga sér stað við borgina Aleppo, þar sem stjórnarherinn hefur gert áhlaup gegn uppreisnar- og vígamönnum. Bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu dag loftárásir sem gerðar voru á sjúkrahús og skóla í Sýrlandi í dag. Um 50 manns létu lífið samkvæmt SÞ, en Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert árásirnar. Minnst fimm sjúkrahús og tveir skólar urðu fyrir árásum. Sameinuðu þjóðirnar segja árásirnar vera greinilegt brot gegn alþjóðalögum. Þriðjungur sjúkrahúsa í Sýrlandi eru óstarfhæf og fjórðungur skóla. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í dag að atvik sem þessi vörpuðu rýrð á vilja og getu Rússa við að hjálpa til við að koma á friði í Sýrlandi. Sendiherra Sýrlands í Rússlandi sagði hins vegar að Bandaríkin hefðu gert umræddar árásir. Hægt er að fylgjast með framvindu mála í Sýrlandi á gagnvirku korti hér.Myndband frá borinni Daraya sem birt var í dag. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, dregur í efa að hægt verði að koma á vopnahléi í lok vikunnar. Þjóðarleiðtogar stungu upp á því á fundi sínum í Munchen á föstudaginn. Forsetinn segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn sín, en þar að auki þurfi meira til. „Vopnahlé verður að fela í sér að hryðjuverkamenn hætti að styrkja stöðu sína. Færa til vopn, búnað og hryðjuverkamenn. Þeir mega ekki styrkja stöðu sína,“ sagði hann í ríkissjónvarpi Sýrlands nú í kvöld. Samkvæmt AFP er þetta í fyrsta sinn sem hann tjáir sig um vopnahléið. Umræddu vopnahléi er ætlað að hjálpa til við að koma friðarviðræðum af stað. Viðræður um það virðast þó hafa haft öfug áhrif, þar sem allir aðilar virðast nú keppast um að styrkja stöðu sína svo þeir hafi meira vægi í hugsanlegum friðarviðræðum. Fregnir af loftárásum hafa heyrst í gífurlegu mæli og hafa fjölmörg þorp skipt um eigendur. Að mestu virðast átökin eiga sér stað við borgina Aleppo, þar sem stjórnarherinn hefur gert áhlaup gegn uppreisnar- og vígamönnum. Bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu dag loftárásir sem gerðar voru á sjúkrahús og skóla í Sýrlandi í dag. Um 50 manns létu lífið samkvæmt SÞ, en Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert árásirnar. Minnst fimm sjúkrahús og tveir skólar urðu fyrir árásum. Sameinuðu þjóðirnar segja árásirnar vera greinilegt brot gegn alþjóðalögum. Þriðjungur sjúkrahúsa í Sýrlandi eru óstarfhæf og fjórðungur skóla. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í dag að atvik sem þessi vörpuðu rýrð á vilja og getu Rússa við að hjálpa til við að koma á friði í Sýrlandi. Sendiherra Sýrlands í Rússlandi sagði hins vegar að Bandaríkin hefðu gert umræddar árásir. Hægt er að fylgjast með framvindu mála í Sýrlandi á gagnvirku korti hér.Myndband frá borinni Daraya sem birt var í dag.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira