Dregur í efa að vopnahléi verði komið á Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2016 23:35 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Vísir/AFP Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, dregur í efa að hægt verði að koma á vopnahléi í lok vikunnar. Þjóðarleiðtogar stungu upp á því á fundi sínum í Munchen á föstudaginn. Forsetinn segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn sín, en þar að auki þurfi meira til. „Vopnahlé verður að fela í sér að hryðjuverkamenn hætti að styrkja stöðu sína. Færa til vopn, búnað og hryðjuverkamenn. Þeir mega ekki styrkja stöðu sína,“ sagði hann í ríkissjónvarpi Sýrlands nú í kvöld. Samkvæmt AFP er þetta í fyrsta sinn sem hann tjáir sig um vopnahléið. Umræddu vopnahléi er ætlað að hjálpa til við að koma friðarviðræðum af stað. Viðræður um það virðast þó hafa haft öfug áhrif, þar sem allir aðilar virðast nú keppast um að styrkja stöðu sína svo þeir hafi meira vægi í hugsanlegum friðarviðræðum. Fregnir af loftárásum hafa heyrst í gífurlegu mæli og hafa fjölmörg þorp skipt um eigendur. Að mestu virðast átökin eiga sér stað við borgina Aleppo, þar sem stjórnarherinn hefur gert áhlaup gegn uppreisnar- og vígamönnum. Bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu dag loftárásir sem gerðar voru á sjúkrahús og skóla í Sýrlandi í dag. Um 50 manns létu lífið samkvæmt SÞ, en Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert árásirnar. Minnst fimm sjúkrahús og tveir skólar urðu fyrir árásum. Sameinuðu þjóðirnar segja árásirnar vera greinilegt brot gegn alþjóðalögum. Þriðjungur sjúkrahúsa í Sýrlandi eru óstarfhæf og fjórðungur skóla. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í dag að atvik sem þessi vörpuðu rýrð á vilja og getu Rússa við að hjálpa til við að koma á friði í Sýrlandi. Sendiherra Sýrlands í Rússlandi sagði hins vegar að Bandaríkin hefðu gert umræddar árásir. Hægt er að fylgjast með framvindu mála í Sýrlandi á gagnvirku korti hér.Myndband frá borinni Daraya sem birt var í dag. Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Sjá meira
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, dregur í efa að hægt verði að koma á vopnahléi í lok vikunnar. Þjóðarleiðtogar stungu upp á því á fundi sínum í Munchen á föstudaginn. Forsetinn segir að ómögulegt verði að fá alla til að leggja niður vopn sín, en þar að auki þurfi meira til. „Vopnahlé verður að fela í sér að hryðjuverkamenn hætti að styrkja stöðu sína. Færa til vopn, búnað og hryðjuverkamenn. Þeir mega ekki styrkja stöðu sína,“ sagði hann í ríkissjónvarpi Sýrlands nú í kvöld. Samkvæmt AFP er þetta í fyrsta sinn sem hann tjáir sig um vopnahléið. Umræddu vopnahléi er ætlað að hjálpa til við að koma friðarviðræðum af stað. Viðræður um það virðast þó hafa haft öfug áhrif, þar sem allir aðilar virðast nú keppast um að styrkja stöðu sína svo þeir hafi meira vægi í hugsanlegum friðarviðræðum. Fregnir af loftárásum hafa heyrst í gífurlegu mæli og hafa fjölmörg þorp skipt um eigendur. Að mestu virðast átökin eiga sér stað við borgina Aleppo, þar sem stjórnarherinn hefur gert áhlaup gegn uppreisnar- og vígamönnum. Bæði Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu dag loftárásir sem gerðar voru á sjúkrahús og skóla í Sýrlandi í dag. Um 50 manns létu lífið samkvæmt SÞ, en Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert árásirnar. Minnst fimm sjúkrahús og tveir skólar urðu fyrir árásum. Sameinuðu þjóðirnar segja árásirnar vera greinilegt brot gegn alþjóðalögum. Þriðjungur sjúkrahúsa í Sýrlandi eru óstarfhæf og fjórðungur skóla. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í dag að atvik sem þessi vörpuðu rýrð á vilja og getu Rússa við að hjálpa til við að koma á friði í Sýrlandi. Sendiherra Sýrlands í Rússlandi sagði hins vegar að Bandaríkin hefðu gert umræddar árásir. Hægt er að fylgjast með framvindu mála í Sýrlandi á gagnvirku korti hér.Myndband frá borinni Daraya sem birt var í dag.
Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Sjá meira