Fótbolti

Verratti framlengir við PSG

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Verratti og félagar verða í eldlínunni í Meistaradeildinni á morgun.
Verratti og félagar verða í eldlínunni í Meistaradeildinni á morgun. vísir/getty
Ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti hefur framlengt samning sinn við Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain um eitt ár. Nýi samningurinn gildir til ársins 2020.

Verratti hefur verið í herbúðum PSG frá 2012 en hann kom til franska liðsins frá uppeldisfélaginu Pescara á Ítalíu.

Verratti hefur verið afar sigursæll með PSG en hann hefur unnið franska meistaratitilinn þrisvar, frönsku bikarkeppnina einu sinni og franska deildabikarinn tvisvar.

Sjá einnig: PSG setur leikmann í bann fyrir að móðga Blanc

PSG á meistaratitilinn vísan í ár en liðið er með 24 stiga forskot á toppi frönsku 1. deildarinnar þegar 12 umferðum er ólokið. Yfirburðir Parísarliðsins eru ótrúlegir en liðið hefur unnið 22 af 26 deildarleikjum sínum í vetur og gert fjögur jafntefli.

PSG tekur á móti Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×