Obama vill skipa nýjan dómara eins fljótt og unnt er Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. febrúar 2016 23:07 Barack Obama vill skipa nýjan hæstaréttardómara sem fyrst. vísir/getty Andlát hæstaréttardómarans Antonin Scalia mun hafa talsverð átök í för með sér í bandarískum stjórnmálum. Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur gefið það út að hann ætli sér að skipa nýjan dómara áður en kjörtímabil hans rennur sitt skeið og helst sem fyrst. Sú ákvörðun sætir mikilli andstöðu meðal repúblíkana. Antonin Scalia lést í gær 79 ára að aldri en hann hafði setið sem dómari frá árinu 1986, skipaður af Ronald Reagan. Scalia var einhver ötulasti fylgismaður þess að leggja sömu merkingu í lagaákvæði og lögð var í þau við setningu þeirra. Dómarar við hæstarétt landsins eru níu talsins og sitja ævilangt en þeim er oftar en ekki skipt í fylkingar eftir því hvort forsetinn sem skipaði þá var frjálslyndur eða íhaldssamur. Scalia var einn íhaldssamasti dómari dómstólsins en eftir andlát hans tilheyra jafnmargir dómarar hvorri fylkingu um sig. Líkt og áður hefur komið fram stefnir Barack Obama að því að nefna dómara áður en hann lætur af embætti en gera má því í skóna að eftir skipunina verði frjálslyndir dómarar við réttinn fimm talsins. Forsetaframbjóðendur Repúblíkanaflokksins hafa mótmælt þeirri ákvörðun hans og þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni reyna að tefja málið þar til að nýr forseti hefur verið kjörinn. Öldungadeild bandaríska þingsins þarf að samþykkja þann sem hlýtur útnefningu forsetans en sem stendur eiga repúblíkanar 54 sæti í deildinni en demókratar 44. Tveir þingmenn eru óháðir. Það gæti reynst erfitt fyrir Obama að finna kandídat sem fær náð í augum þingsins. Ellefu mánuðir eru þar til eftirmaður Obama tekur við af honum en skipun dómara hefur aldrei tekið lengri tíma en 125 daga. Síðustu skipanir hafa flestar tekið um tvo mánuði en líklegt þykir að öldungadeildin muni taka allan þann tíma sem býðst til að fara yfir tillögu Obama. Maður að nafni Sri Srinivasan hefur nú þegar verið nefndur til sögunnar sem líklegur eftirmaður Scalia. Srinivasan er 48 ára gamall alríkisdómari en hann varð dómari árið 2013. Þá samþykkti öldungadeildin skipan hans með 97 atkvæðum en enginn hreyfði andmælum. Srinivasan er fæddur á Indlandi en fluttist ungur til Bandaríkjanna þegar foreldrum hans bauðst að kenna við háskóla í Kansas. Tengdar fréttir Umdeildur hæstaréttardómari allur Hart er tekist á um skipan nýs hæstaréttadómara í Bandaríkjunum eftir að hinn umdeildi Antonin Scalia lést í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson segir mikinn missi af Scalia, sem hafi verið mikill áhrifavaldur í sínu fagi. 14. febrúar 2016 20:13 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Andlát hæstaréttardómarans Antonin Scalia mun hafa talsverð átök í för með sér í bandarískum stjórnmálum. Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur gefið það út að hann ætli sér að skipa nýjan dómara áður en kjörtímabil hans rennur sitt skeið og helst sem fyrst. Sú ákvörðun sætir mikilli andstöðu meðal repúblíkana. Antonin Scalia lést í gær 79 ára að aldri en hann hafði setið sem dómari frá árinu 1986, skipaður af Ronald Reagan. Scalia var einhver ötulasti fylgismaður þess að leggja sömu merkingu í lagaákvæði og lögð var í þau við setningu þeirra. Dómarar við hæstarétt landsins eru níu talsins og sitja ævilangt en þeim er oftar en ekki skipt í fylkingar eftir því hvort forsetinn sem skipaði þá var frjálslyndur eða íhaldssamur. Scalia var einn íhaldssamasti dómari dómstólsins en eftir andlát hans tilheyra jafnmargir dómarar hvorri fylkingu um sig. Líkt og áður hefur komið fram stefnir Barack Obama að því að nefna dómara áður en hann lætur af embætti en gera má því í skóna að eftir skipunina verði frjálslyndir dómarar við réttinn fimm talsins. Forsetaframbjóðendur Repúblíkanaflokksins hafa mótmælt þeirri ákvörðun hans og þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni reyna að tefja málið þar til að nýr forseti hefur verið kjörinn. Öldungadeild bandaríska þingsins þarf að samþykkja þann sem hlýtur útnefningu forsetans en sem stendur eiga repúblíkanar 54 sæti í deildinni en demókratar 44. Tveir þingmenn eru óháðir. Það gæti reynst erfitt fyrir Obama að finna kandídat sem fær náð í augum þingsins. Ellefu mánuðir eru þar til eftirmaður Obama tekur við af honum en skipun dómara hefur aldrei tekið lengri tíma en 125 daga. Síðustu skipanir hafa flestar tekið um tvo mánuði en líklegt þykir að öldungadeildin muni taka allan þann tíma sem býðst til að fara yfir tillögu Obama. Maður að nafni Sri Srinivasan hefur nú þegar verið nefndur til sögunnar sem líklegur eftirmaður Scalia. Srinivasan er 48 ára gamall alríkisdómari en hann varð dómari árið 2013. Þá samþykkti öldungadeildin skipan hans með 97 atkvæðum en enginn hreyfði andmælum. Srinivasan er fæddur á Indlandi en fluttist ungur til Bandaríkjanna þegar foreldrum hans bauðst að kenna við háskóla í Kansas.
Tengdar fréttir Umdeildur hæstaréttardómari allur Hart er tekist á um skipan nýs hæstaréttadómara í Bandaríkjunum eftir að hinn umdeildi Antonin Scalia lést í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson segir mikinn missi af Scalia, sem hafi verið mikill áhrifavaldur í sínu fagi. 14. febrúar 2016 20:13 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Umdeildur hæstaréttardómari allur Hart er tekist á um skipan nýs hæstaréttadómara í Bandaríkjunum eftir að hinn umdeildi Antonin Scalia lést í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson segir mikinn missi af Scalia, sem hafi verið mikill áhrifavaldur í sínu fagi. 14. febrúar 2016 20:13