Obama vill skipa nýjan dómara eins fljótt og unnt er Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. febrúar 2016 23:07 Barack Obama vill skipa nýjan hæstaréttardómara sem fyrst. vísir/getty Andlát hæstaréttardómarans Antonin Scalia mun hafa talsverð átök í för með sér í bandarískum stjórnmálum. Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur gefið það út að hann ætli sér að skipa nýjan dómara áður en kjörtímabil hans rennur sitt skeið og helst sem fyrst. Sú ákvörðun sætir mikilli andstöðu meðal repúblíkana. Antonin Scalia lést í gær 79 ára að aldri en hann hafði setið sem dómari frá árinu 1986, skipaður af Ronald Reagan. Scalia var einhver ötulasti fylgismaður þess að leggja sömu merkingu í lagaákvæði og lögð var í þau við setningu þeirra. Dómarar við hæstarétt landsins eru níu talsins og sitja ævilangt en þeim er oftar en ekki skipt í fylkingar eftir því hvort forsetinn sem skipaði þá var frjálslyndur eða íhaldssamur. Scalia var einn íhaldssamasti dómari dómstólsins en eftir andlát hans tilheyra jafnmargir dómarar hvorri fylkingu um sig. Líkt og áður hefur komið fram stefnir Barack Obama að því að nefna dómara áður en hann lætur af embætti en gera má því í skóna að eftir skipunina verði frjálslyndir dómarar við réttinn fimm talsins. Forsetaframbjóðendur Repúblíkanaflokksins hafa mótmælt þeirri ákvörðun hans og þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni reyna að tefja málið þar til að nýr forseti hefur verið kjörinn. Öldungadeild bandaríska þingsins þarf að samþykkja þann sem hlýtur útnefningu forsetans en sem stendur eiga repúblíkanar 54 sæti í deildinni en demókratar 44. Tveir þingmenn eru óháðir. Það gæti reynst erfitt fyrir Obama að finna kandídat sem fær náð í augum þingsins. Ellefu mánuðir eru þar til eftirmaður Obama tekur við af honum en skipun dómara hefur aldrei tekið lengri tíma en 125 daga. Síðustu skipanir hafa flestar tekið um tvo mánuði en líklegt þykir að öldungadeildin muni taka allan þann tíma sem býðst til að fara yfir tillögu Obama. Maður að nafni Sri Srinivasan hefur nú þegar verið nefndur til sögunnar sem líklegur eftirmaður Scalia. Srinivasan er 48 ára gamall alríkisdómari en hann varð dómari árið 2013. Þá samþykkti öldungadeildin skipan hans með 97 atkvæðum en enginn hreyfði andmælum. Srinivasan er fæddur á Indlandi en fluttist ungur til Bandaríkjanna þegar foreldrum hans bauðst að kenna við háskóla í Kansas. Tengdar fréttir Umdeildur hæstaréttardómari allur Hart er tekist á um skipan nýs hæstaréttadómara í Bandaríkjunum eftir að hinn umdeildi Antonin Scalia lést í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson segir mikinn missi af Scalia, sem hafi verið mikill áhrifavaldur í sínu fagi. 14. febrúar 2016 20:13 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Andlát hæstaréttardómarans Antonin Scalia mun hafa talsverð átök í för með sér í bandarískum stjórnmálum. Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur gefið það út að hann ætli sér að skipa nýjan dómara áður en kjörtímabil hans rennur sitt skeið og helst sem fyrst. Sú ákvörðun sætir mikilli andstöðu meðal repúblíkana. Antonin Scalia lést í gær 79 ára að aldri en hann hafði setið sem dómari frá árinu 1986, skipaður af Ronald Reagan. Scalia var einhver ötulasti fylgismaður þess að leggja sömu merkingu í lagaákvæði og lögð var í þau við setningu þeirra. Dómarar við hæstarétt landsins eru níu talsins og sitja ævilangt en þeim er oftar en ekki skipt í fylkingar eftir því hvort forsetinn sem skipaði þá var frjálslyndur eða íhaldssamur. Scalia var einn íhaldssamasti dómari dómstólsins en eftir andlát hans tilheyra jafnmargir dómarar hvorri fylkingu um sig. Líkt og áður hefur komið fram stefnir Barack Obama að því að nefna dómara áður en hann lætur af embætti en gera má því í skóna að eftir skipunina verði frjálslyndir dómarar við réttinn fimm talsins. Forsetaframbjóðendur Repúblíkanaflokksins hafa mótmælt þeirri ákvörðun hans og þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni reyna að tefja málið þar til að nýr forseti hefur verið kjörinn. Öldungadeild bandaríska þingsins þarf að samþykkja þann sem hlýtur útnefningu forsetans en sem stendur eiga repúblíkanar 54 sæti í deildinni en demókratar 44. Tveir þingmenn eru óháðir. Það gæti reynst erfitt fyrir Obama að finna kandídat sem fær náð í augum þingsins. Ellefu mánuðir eru þar til eftirmaður Obama tekur við af honum en skipun dómara hefur aldrei tekið lengri tíma en 125 daga. Síðustu skipanir hafa flestar tekið um tvo mánuði en líklegt þykir að öldungadeildin muni taka allan þann tíma sem býðst til að fara yfir tillögu Obama. Maður að nafni Sri Srinivasan hefur nú þegar verið nefndur til sögunnar sem líklegur eftirmaður Scalia. Srinivasan er 48 ára gamall alríkisdómari en hann varð dómari árið 2013. Þá samþykkti öldungadeildin skipan hans með 97 atkvæðum en enginn hreyfði andmælum. Srinivasan er fæddur á Indlandi en fluttist ungur til Bandaríkjanna þegar foreldrum hans bauðst að kenna við háskóla í Kansas.
Tengdar fréttir Umdeildur hæstaréttardómari allur Hart er tekist á um skipan nýs hæstaréttadómara í Bandaríkjunum eftir að hinn umdeildi Antonin Scalia lést í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson segir mikinn missi af Scalia, sem hafi verið mikill áhrifavaldur í sínu fagi. 14. febrúar 2016 20:13 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Umdeildur hæstaréttardómari allur Hart er tekist á um skipan nýs hæstaréttadómara í Bandaríkjunum eftir að hinn umdeildi Antonin Scalia lést í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson segir mikinn missi af Scalia, sem hafi verið mikill áhrifavaldur í sínu fagi. 14. febrúar 2016 20:13