Enski boltinn

Johnson ekki með Sunderland um helgina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Johnson yfirgefur réttarsalinn í gær.
Johnson yfirgefur réttarsalinn í gær. vísir/getty
Adam Johnson verður ekki með Sunderland þegar liðið tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á laugardaginn.

Johnson játaði fyrir rétti í gær að hafa tælt og áreitt 15 ára stúlku kynferðislega. Atvikið átti sér stað í fyrra en Johnson var handtekinn af lögreglunni í Durham í byrjun mars á síðasta ári.

Í ljósi þessa kemur Johnson ekki greina í lið Sunderland á laugardaginn en lærisveinar Sam Allardyce eru í mikilli fallhættu.

Johnson, sem kom til Sunderland frá Manchester City árið 2012, hefur skorað tvö mörk í 19 deildarleikjum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×