Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2025 16:02 Það var mikið fjör og mikið gaman á Anfield í dag. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Liverpool og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í enum af skemmtilegri leikjum ensku úrvalsdeildar karla til þessa á leiktíðinni. Gengi liðanna á leiktíðinni gæti vart verið ólíkara. Heimamenn svífa um á bleiku skýi Arne Slot sem hefur byrjað veru sína hjá félaginu á hreint ótrúlegan hátt. Það má auðveldlega færa rök fyrir því að Liverpool sé besta lið Evrópu um þessar mundir. Gestirnir frá Manchester hafa ekki átt sjö dagana sæla. Erik ten Hag var rekinn, Rúben Amorim ráðinn í hans og stað ef við tökum sigurinn á Manchester City út fyrir sviga hefur hreinlega ekkert gengið upp hjá Rauðu djöflunum að undanförnu. Þá höfðu þeir ekki skorað á Anfield síðan árið 2018. Til að krydda leik dagsins enn frekar var lengi vel óvíst hvort hann gæti farið fram vegna veðurs. Það var þó á endanum ákveðið að spila þennan stórleik í dag og það virðist heldur betur hafa verið rétt ákvörðun. Eðlilega þá voru það heimamenn sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu tvö góð færi þegar um það bil stundarfjórðungur var liðinn.Cody Gakpo átti fínt skot sem hitti ekki markið og Alexis Mac Allister átti örskömmu síðar skot af stuttu færi sem André Onana varði vel í marki gestanna. Onana og Lisandro Martínez gerðu allt í sem í þeirra valdi stóð til að stöðva Gakpo og félaga.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Þá átti Ryan Gravenberch skot af löngu færi sem var ekki langt frá því að fara réttu megin við stöngina að mati heimaliðsins. Hjá gestunum hefði Amad getað komið þeim yfir hefði Diogo Dalot átt betri fyrirgjöf. Rasmus Höjlund fékk svo frábært tækifæri undir lok hálfleiksins en Alisson gerði frábærlega með því að koma út og loka skotvinklinum. Fyrirgjöf Dalot kom á bakvið Amad sem náði ekki að stýra boltanum í átt að marki Alisson.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Staðan var því enn markalaus þegar Michael Oliver flautaði til loka fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur var í járnum fyrstu mínúturnar en 52. mínútu komust gestirnir yfir með marki úr óvæntri átt. Bruno Fernandes lyfti boltanum þá inn fyrir vörn heimamanna þar sem Lisandro Martínez átti þrumuskot úr þröngu færi sem fór yfir Alisson og söng í netinu. Ekki þekktur fyrir sín þrumuskot en skoraði þó.Carl Recine/Getty Images Það verður að setja stórt spurningamerki við varnarvinnu Trent Alexander-Arnold í markinu þar sem hann var ekki í línu og spilaði Martínez réttstæðan líkt og hann hafði gert þegar Höjlund komst í færi undir lok fyrri hálfleiks. Hausinn í Madríd? Maður spyr sig. Sem betur fyrir heimamenn var Matthijs de Ligt í gjafastuði á hinum enda vallarins. Fyrst var hann sendur út í búð þegar Gakpo var með boltann vinstra megin í teig gestanna. De Ligt kom á fleygiferð, Gakpo tékkaði inn á meðan De Ligt endaði eflaust upp í stúku eftir þessa tæklingu sína. Gakpo var ekki mikið að velta því fyrir sér og smellti boltanum af miklu öryggi í netið, staðan orðin 1-1. Gakpo hafði fengið fínt færi í fyrri hálfleik áður en hann jafnaði metin með mögnuðu marki.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Rúmlega tíu mínútum síðar barst boltinn inn á teig gestanan og var skallaður í átt að De Ligt sem brást við eins og Guðmundur Hrafnkelsson upp á sitt besta. Sló hann boltann og var vítaspyrna dæmd þó svo að Oliver dómari hafi ekki séð boltann fara í hendi De Ligt. Eftir að hafa skoðað atvikið í varsjánni benti hann á punktinn. Mohamed Salah fór á punktinn og skoraði þó svo að Onana hafi lesið hann eins og opna bók. Spyrna Salah hins vegar virkilega föst og staðan orðin 2-1 toppliðinu í vil. Salah hefur nú skorað 173 mörk í ensku úrvalsdeildinni.Liverpool FC/Getty Images Það er erfitt að átta sig á hvaðan trúin kom sem gestirnir fundu í kjölfarið en Rauðu djöflarnir neituðu að gefast upp. Þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma átti varamaðurinn Alejandro Garnacho góðan sprett upp vinstri vænginn, hann nálgaðist endalínuna þegar hann gaf fyrir markið þar sem Amad kom og renndi boltanum milli fóta Andy Robertsson og í netið. Staðan orðin 2-2 en það átti nóg eftir að gerast. Amad kann vel við sig í stóru leikjunum.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Hvorugt lið virtist hins vegar sátt með eitt stig og fengu bæði frábær færi til að klára dæmið. Hjá Liverpool voru Diogo Jota, Conor Bradley og Virgil van Dijk allir nálægt því að tryggja sigurinn. Varamaðurinn Leny Yoro bjargaði án efa marki fyrir gestina áður en Joshua Zirkzee lagði boltann á Harry Maguire sem skóflaði boltanum yfir markið í þann mund sem leiknum lauk. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik, lokatölur 2-2 og bæði lið fara heim með eitt stig. Liverpool er með sex stiga forystu á toppi deildarinnar ásamt því að eiga leik til góða á Arsenal sem er í 2. sætinu. Manchester United er á sama tíma með 23 stig í 13. sæti. Enski boltinn Fótbolti
Liverpool og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í enum af skemmtilegri leikjum ensku úrvalsdeildar karla til þessa á leiktíðinni. Gengi liðanna á leiktíðinni gæti vart verið ólíkara. Heimamenn svífa um á bleiku skýi Arne Slot sem hefur byrjað veru sína hjá félaginu á hreint ótrúlegan hátt. Það má auðveldlega færa rök fyrir því að Liverpool sé besta lið Evrópu um þessar mundir. Gestirnir frá Manchester hafa ekki átt sjö dagana sæla. Erik ten Hag var rekinn, Rúben Amorim ráðinn í hans og stað ef við tökum sigurinn á Manchester City út fyrir sviga hefur hreinlega ekkert gengið upp hjá Rauðu djöflunum að undanförnu. Þá höfðu þeir ekki skorað á Anfield síðan árið 2018. Til að krydda leik dagsins enn frekar var lengi vel óvíst hvort hann gæti farið fram vegna veðurs. Það var þó á endanum ákveðið að spila þennan stórleik í dag og það virðist heldur betur hafa verið rétt ákvörðun. Eðlilega þá voru það heimamenn sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu tvö góð færi þegar um það bil stundarfjórðungur var liðinn.Cody Gakpo átti fínt skot sem hitti ekki markið og Alexis Mac Allister átti örskömmu síðar skot af stuttu færi sem André Onana varði vel í marki gestanna. Onana og Lisandro Martínez gerðu allt í sem í þeirra valdi stóð til að stöðva Gakpo og félaga.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Þá átti Ryan Gravenberch skot af löngu færi sem var ekki langt frá því að fara réttu megin við stöngina að mati heimaliðsins. Hjá gestunum hefði Amad getað komið þeim yfir hefði Diogo Dalot átt betri fyrirgjöf. Rasmus Höjlund fékk svo frábært tækifæri undir lok hálfleiksins en Alisson gerði frábærlega með því að koma út og loka skotvinklinum. Fyrirgjöf Dalot kom á bakvið Amad sem náði ekki að stýra boltanum í átt að marki Alisson.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Staðan var því enn markalaus þegar Michael Oliver flautaði til loka fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur var í járnum fyrstu mínúturnar en 52. mínútu komust gestirnir yfir með marki úr óvæntri átt. Bruno Fernandes lyfti boltanum þá inn fyrir vörn heimamanna þar sem Lisandro Martínez átti þrumuskot úr þröngu færi sem fór yfir Alisson og söng í netinu. Ekki þekktur fyrir sín þrumuskot en skoraði þó.Carl Recine/Getty Images Það verður að setja stórt spurningamerki við varnarvinnu Trent Alexander-Arnold í markinu þar sem hann var ekki í línu og spilaði Martínez réttstæðan líkt og hann hafði gert þegar Höjlund komst í færi undir lok fyrri hálfleiks. Hausinn í Madríd? Maður spyr sig. Sem betur fyrir heimamenn var Matthijs de Ligt í gjafastuði á hinum enda vallarins. Fyrst var hann sendur út í búð þegar Gakpo var með boltann vinstra megin í teig gestanna. De Ligt kom á fleygiferð, Gakpo tékkaði inn á meðan De Ligt endaði eflaust upp í stúku eftir þessa tæklingu sína. Gakpo var ekki mikið að velta því fyrir sér og smellti boltanum af miklu öryggi í netið, staðan orðin 1-1. Gakpo hafði fengið fínt færi í fyrri hálfleik áður en hann jafnaði metin með mögnuðu marki.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Rúmlega tíu mínútum síðar barst boltinn inn á teig gestanan og var skallaður í átt að De Ligt sem brást við eins og Guðmundur Hrafnkelsson upp á sitt besta. Sló hann boltann og var vítaspyrna dæmd þó svo að Oliver dómari hafi ekki séð boltann fara í hendi De Ligt. Eftir að hafa skoðað atvikið í varsjánni benti hann á punktinn. Mohamed Salah fór á punktinn og skoraði þó svo að Onana hafi lesið hann eins og opna bók. Spyrna Salah hins vegar virkilega föst og staðan orðin 2-1 toppliðinu í vil. Salah hefur nú skorað 173 mörk í ensku úrvalsdeildinni.Liverpool FC/Getty Images Það er erfitt að átta sig á hvaðan trúin kom sem gestirnir fundu í kjölfarið en Rauðu djöflarnir neituðu að gefast upp. Þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma átti varamaðurinn Alejandro Garnacho góðan sprett upp vinstri vænginn, hann nálgaðist endalínuna þegar hann gaf fyrir markið þar sem Amad kom og renndi boltanum milli fóta Andy Robertsson og í netið. Staðan orðin 2-2 en það átti nóg eftir að gerast. Amad kann vel við sig í stóru leikjunum.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Hvorugt lið virtist hins vegar sátt með eitt stig og fengu bæði frábær færi til að klára dæmið. Hjá Liverpool voru Diogo Jota, Conor Bradley og Virgil van Dijk allir nálægt því að tryggja sigurinn. Varamaðurinn Leny Yoro bjargaði án efa marki fyrir gestina áður en Joshua Zirkzee lagði boltann á Harry Maguire sem skóflaði boltanum yfir markið í þann mund sem leiknum lauk. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik, lokatölur 2-2 og bæði lið fara heim með eitt stig. Liverpool er með sex stiga forystu á toppi deildarinnar ásamt því að eiga leik til góða á Arsenal sem er í 2. sætinu. Manchester United er á sama tíma með 23 stig í 13. sæti.